Tindfjallaskáli

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Bókun á Tindfjallaskála

Upplýsingar um skálann

GPS hnit skálans eru 63°46’24.5″N 19°40’46.5″W (gráður, mínutúr , sekúndur) eða 63.773472″N 19.679583W (gráður í tugabrotum).
Slóðina má finna á wikiloc og einnig sem viðhengi neðst á síðunni.
Ennig er að finna upplýsingar og myndir af skálanum á Facebook síðu skálans – https://www.facebook.com/tindfjallaskali

Bókun og verðskrá

Verð á gistinótt:
Fyrir félaga Ísalp: kr. 3.000,- 
Aðrir: kr. 5.000,-
Greitt er fyrirfram með því að leggja inn á reikning ÍSALP eða við afhendingu lykils.  Frítt er fyrir börn yngri en 12 ára.Leggist inn á:
Reikningsnúmer: 0133-15-007485 
kennitala  ÍSALP: 580675-0509
Vinsamlegast sendið kvittun á gjaldkera ÍSALP erlagudny@gmail.com.

Ef tveir ólíkir hópar eiga pantaða nótt hvor á eftir öðrum er meginreglan sú að leigt er frá hádegi til hádegis.

Tekið er á móti bókunum á bókunarsíðu skálans, en hafa þarf samband við ábyrgðarmenn skálans fyrir brottför til að staðfesta greiðslu og fá kóða að lyklaboxi skálans og hliði.

Ábyrgðarmenn skála

Nafn Sími Netfang
Hálfdán Ágústsson 8659551 halfdana(hjá)gmail.com
Kristján Guðni Bjarnason 8200412 kristjan.gudni.bjarnason(hjá)gmail.com

Veður

Til staðar

  • Olíukamína
  • Olíutunna ( staðsett fyrir utan skálann )
  • Gashella og gas
  • Pottar til að hita vatn og bræða snjó
  • Leirtau og hnífapör fyrir 8
  • Kojur fyrir 6 og svefnloft fyrir 4
  • Tuskur og viskustykki og annar viðlegubúnaður til að þrífa eftir sig ( í plastkössum undir kojum )
  • Ruslapokar
  • Handsápa og uppþvottalögur
  • Kerti og eldspýtur
  • Kamar hefur verið smíðaður og er staðsettur um 50 metra frá skálanum  til norðvesturs
  • Lítið gasljós, ATH gas ekki á staðnum

Leiðbeiningar fyrir olíuofn

Leiðbeiningar um olíuofn eru að finna á Facebook síðu skálans, sjá https://www.facebook.com/tindfjallaskali/posts/1480888605420713

LEIÐBEININGAR FYRIR KAMÍNU
Haustið 2018 kom ný kamína í Tindfjallaskála. Hér eru leiðbeiningar fyrir hana

1) Skrúfa frá…

Posted by Tindfjallaskáli on Þriðjudagur, 21. janúar 2020

Hvað ber að taka með sér

  • Ekkert vatn er í skálanum né í næsta nágrenni. Ef komið er að sumri er gott að stoppa við lækinn fyrir neðan neðsta skála (Tindfjallasel) og fylla á öll vatnsílát.
  • Salernispappír
  • Gas fyrir ljós ( litlu kútarnir sem skrúfast á ljós/prímus)). Heppilegt að taka með en ekki nauðsynlegt.

Fyrir brottför

  • Þvoið áhöld og gólf (öll efni ættu að vera í plastkössum undir kojum)
  • Lokið gluggum tryggilega, bæði í eldhúsi og á svefnlofti Sjáið til þess að kamarhurð sé lokuð
  • Strjúkið vatni úr gluggakistum ef eitthvað er
  • Skrifið í gestabókina
  • Slökkvið öll ljós
  • Skiljið hvorki matvæli né rusl eftir í skálanum
  • Lokið fyrir alla gaskúta.
  • Takið tóma gaskúta fyrir helluborð með í bæinn og afhendið umsjónarmanni
  • Lokið útihurðum(hurð og hleri) vandlega og læsið millihurð
  • Ef einhverju er ábótavant skal nefna það við skil á lyklinum
  • Takið allar óhreinar tuskur og moppur með í bæinn og skilið til umsjónarmanns.
  • Skiljið engan nýjan borðbúnað eftir í skálanum
  • Skiljið við skálann eins og þið viljið koma að honum
  • Fyllið á olíutank í ofni með þartilgerðum brúsa (sjá leiðbeiningar með ofni)
GPS track af úr Fljótshíð að skála: tindfjoll.gpx.gz