Axarskaft M 4-

Leið 3 (efsti hluti leiðarinnar fylgir að vísu meir þunnu ísræmunni tvo metra vinstra megin við línuna)

Furðuleg leið í úrvalsbergi. Byrjar í mjög auðveldri, ísaðri gróf, þar til komið er upp undir flottan lóðréttan klettavegg. Þar er klöngrast upp nokra stöllótta metra til hægri, í átt að gróinni klauf í brúninni. Um hálfa leið upp að henni er hins vegar tekin vinstrisnúningur og veggurinn klifraður beint upp (EK) á samansaumuðum sprungum, klettagripum og sprungutökum. Vandasamar tryggingar í efri hluta.

FF: Sigurður Ýmir Richter, 9. febrúar 2020

Crag Ísafjarðardjúp
Sector Straumberg
Type Mixed Climbing
Markings

5 related routes

Marfló WI 4

Leið númer 5 á mynd

Leiðin er í áberandi berggang í botni Hestfjarðar.

Stutt en snörp súla lengst til hægri.

FF: Ágúst Þór Gunnlaugsson, Jónas G. Sigurðsson og Ottó Ingi Þórisson, 9. febrúar 2020.

Brotnar varir WI 4

Leið númer 4 á mynd.

Leiðin er í áberandi berggangi í botni Hestfjarðar

FF: Jón Haukur Steingrímsson og Þórður Aðalsteinsson, 9. febrúar 2020

Axarskaft M 4-

Leið 3 (efsti hluti leiðarinnar fylgir að vísu meir þunnu ísræmunni tvo metra vinstra megin við línuna)

Furðuleg leið í úrvalsbergi. Byrjar í mjög auðveldri, ísaðri gróf, þar til komið er upp undir flottan lóðréttan klettavegg. Þar er klöngrast upp nokra stöllótta metra til hægri, í átt að gróinni klauf í brúninni. Um hálfa leið upp að henni er hins vegar tekin vinstrisnúningur og veggurinn klifraður beint upp (EK) á samansaumuðum sprungum, klettagripum og sprungutökum. Vandasamar tryggingar í efri hluta.

FF: Sigurður Ýmir Richter, 9. febrúar 2020

Öldugangur WI 5

Leið númer 2 á mynd.

Leiðin er í áberandi berggang í botni Hestfjarðar.

Mest áberandi leiðin frá veginum. Byrjar vinstra megin í haftinu sem er líklega oft breiðara þar sem að stórt stykki hefur nýlega hrunið hægra megin í þilinu. Hægt að koma sér í smá skúta í byrjun til að koma inn fyrstu tryggingu. Eftir það heldur leiðin beint upp nánast lóðrétt allan tímann. Í frumferðinni voru stórir uggar sem stóðu út úr veggnum og mynntu á öldur að brotna. Í toppnum á leiðinni þurfti að klifra á bak við eina þeirra.

WI 5, 25-30m

FF: Jónas G. Sigurðsson og Ottó Ingi Þórisson, 9. febrúar 2020

Brotnar skeljar WI 3

Leið númer 1 á mynd.

Leiðin er í áberandi berggang í botni Hestfjarðar.

Leið sem lætur ekki mikið yfir sér en kemur svo á óvart og er brattari en maður heldur.

Í frumferð var eitthvað af ís og snjóskeljum sem brotnuðu undan manni þegar maður klifraði.

FF: Jón Haukur Steingrímsson og Þórður Aðalsteinsson 9. febrúar 2020

Leave a Reply