Home › Forums › Umræður › Ís- og alpaklifur › Ísklifuraðstæður 2018-2019 › Reply To: Ísklifuraðstæður 2018-2019
31. March, 2019 at 14:48
#67611
Bergur Einarsson
Participant
Ennþá er möguleiki á að finna ís án þess að leita mjög hátt. Við Siggi Richter skelltum okkur í Austurárdal í gær og klifruðum Túristaleiðina. Nóg af ís í henni en smá skel utan á hluta af leiðinni. Skelin hélt vel klifrurum en gerði tryggingar að smá hreinsunarstarfi. Leiðirnar austanmegin í hvilftinni litu líka vel út þó að allt fyrir miðju væri hrunið og orðið að vatnsfoss.