Skoska leiðin M 3
Leið númer E8.
Leið utan í Votabergi sem einkennist af stórum steinboga í fyrstu/annarri spönn. Í bogann glittir af veginum utan í múlanum, um hundrað metra vestan við ristarhliðið, hér um bil fyrir miðjum hamrinum.
Til að komast að leiðinni er hægt að klöngrast upp gil og hryggi vestan megin og hliðra svo austur undir bogann, eða klifra upp þunnan en auðveldan ís undir leiðinni.
Leiðin hefst undir boganum, og fylgir fyrri spönn hægri grófinni bak við bogann. Í ákjósanlegri aðstæðum er mögulega hægt að klifra ~WI3 ís beint uppúr, en í (mögulegri) “frumferðinni” var grófinni fylgt í fyrstu á ís, sem ofar endar í víðri, hrímaðri sprungu á sprungutökum (eflaust gott að hafa með stærri bergtryggingar (Já, hexur!)). EK er að hliðra til vinstri úr sprungunni á sléttum vegg (M3?) undir þaki.
Seinni spönn byrjar í lítilli skál, og eru þar nokkrar mögulegar leiðir uppúr. Miðjuleiðin var klifruð, og fylgir hún misísaðri gróf uppá topp. Skemmtilega skoskt klifur í það heila.
M3 WI3+ 90m
FF: Sigurður Ý. Richter og Guðmundur Ísak Markússon, jan 2019
Crag | Múlafjall |
Sector | Votaberg |
Type | Mixed Climbing |
Markings |