(Icelandic) [ATH Breyting!] Stardalsdagurinn Mikli 2018 (23. júní) +Dótaklifurkynning

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Uppfært 19.06:

ATH breytt plön! Dótaklifurkynningin færð upp í Stardal!

Þar sem veðrið ætlar ekki að gefa okkur neinn afslátt um helgina, og spáin lofar rigningu og roki báða dagana, ætlum við að breyta dótaklifurkynningunni. Á morgun (20. júní) verður hins vegar rjómablíða, svo í stað þess að húka inni eina góða kvöld vikunnar, ætlum við að halda upp í Stardal eftir vinnu. Sá dagur verður því líkari Stardalsdeginum í sniðum, en þó ætlum við að hafa létta kynningu þar á búnaðinum og tækni.

Eins og áður segir, er öllum velkomið að mæta, og erum við í raun bara að sameina dótaklifurkynninguna og Stardalsdaginn.
Brottför verður frá Skeljungi við Grjótháls/Vesturlandsvegi klukkan 17:30, en þó er velkomið að mæta upp í Stardal þegar fólki hentar.

———————

Nú er vel liðið á sumarið, og víða farið að sjást til skrumara að spóka sig á klettaklifursvæðum landsins. Af því leiðir að Stardalsdagurinn nálgast óðfluga, og ætlar ÍSALP, líkt og fyrri ár að halda daginn hátíðlegan, þó í þetta sinn í samvinnu við Klifurfélag Reykjavíkur.

Fyrir þá sem ekki þekkja til, þá er Stardalsdagurinn árlegur viðburður þar sem dótaklifurtröll fjölmenna í klifur í Stardal. Stardalur er án efa eitt glæsilegasta dótaklifursvæði landsins, með 88 skráðar klifurleiðir frá 5.2 upp í 5.11b, og ekki þykir verra að klifursvæðið er í einungis 15 mínútna fjarlægð frá Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu.

Dagurinn verður haldinn þann 23. júní (með 24. júní til vara ef veður ætlar í hart), en hann verður með ögn breyttu móti í ár, þar sem ÍSALP ætlar með aðstoð Klifurfélags Reykjavíkur að halda kynningu á dótaklifri (e. Traditional climbing) áður.

Brottför verður svo í Stardal þann 23. júní klukkan 10:00 frá Skeljungi við Vesurlandsveg/Grjótháls (en þið megið auðvitað mæta hvenær sem er í dalinn og fara þegar ykkur listir). Fólk er að sjálfsögðu á eigin vegum og ábyrgð, og því mælum við eindregið með að þið verðið ykkur sjálf úti um klifurfélaga og búnað. Athugið að það verður ekki kennsla í Stardal, heldur erum við einfaldlega að fjölmenna í dalinn, og því er best að fólk hafi einhverja lágmarks reynslu af klifri í línu (t.d. sportklifri).

Hægt er að fylgjast betur með viðburðunum á facebook:

https://www.facebook.com/events/1819452701449626/

https://www.facebook.com/events/2086322648315366/

 

 

Leave a Reply