Nú styttist í að Nýi-Bratti verði fluttur upp í Botnssúlur. Björgunarsveit Akraness og vinir hafa unnið gríðarmikla undirbúningsvinnu í Súlnadal í sumar og þar er núna allt tilbúið fyrir komu skálans.
Næstu skref snúast um að gera skálann sjálfan tilbúinn til flutnings.
Nú leitum við að hugmyndum um hvernig skálinn myndi best nýtast klúbbnum. Ef þú ert með hugmynd að einhverju sem við kemur skálanum, hvort sem það er alsherjarhönnun, eða bara eitt lítið smáatriði, þá viljum við gjarnan heyra af því.
Hvað þarf að vera svefnpláss fyrir marga? Hvernig er best að raða kojum? Hvernig á að haga kyndingu? Hvernig lit viljum við á klósettsetuna?
Áætlað er að september og október fari í hönnunarvinnu en þar á eftir byrji smíðavinna og frágangur á skála fyrir flutning.
Tökum við hugmyndum á stjorn@isalp.is og stofnaður umræðuþráður hér á vefnum.
…Og innan