South of the flake

Rauð lína á mynd

Fyrir leiðalýsingu hvernig á að komast að Þumli, sjá Þumall – klassíska leiðin.

Leiðin liggur sunnan (hægra megin) við flöguna sem flettist af vesturvegg Þumals og sameinast svo klassísku leiðinni í síðustu spönninni upp á topp.

Í frumferðinni og einu ferðinni á þessari leið, var klifrað upp um 40 m og var tryggt á leiðinni upp þann kafla. Þegar þessum 40 m var lokið, losaði Arnór sig úr línunni og sóló klifraði þaðan upp á topp.

FF: Arnór Guðbjartsson, 19.06 1982

Crag Öræfajökull
Sector Þumall
Type Alpine
Markings

2 related routes

South of the flake

Rauð lína á mynd

Fyrir leiðalýsingu hvernig á að komast að Þumli, sjá Þumall – klassíska leiðin.

Leiðin liggur sunnan (hægra megin) við flöguna sem flettist af vesturvegg Þumals og sameinast svo klassísku leiðinni í síðustu spönninni upp á topp.

Í frumferðinni og einu ferðinni á þessari leið, var klifrað upp um 40 m og var tryggt á leiðinni upp þann kafla. Þegar þessum 40 m var lokið, losaði Arnór sig úr línunni og sóló klifraði þaðan upp á topp.

FF: Arnór Guðbjartsson, 19.06 1982

Þumall – The classic route

Tindurinn Þumall (1279 m) er nokkuð þekktur manna á meðal. Áður fyrr var Þumall talinn ókleifur og er hann ekkert sérstaklega árennilegur við fyrstu sýn. Þumallinn er blágrýtisdrangur sem stendur í suðurbrún Vatnajökuls, í svonefndum Skaftafellsfjöllum, og rís um 120 m yfir jökulinn.

Árið 1975, í ágúst, klifu þrír Vestmannaeyingar Þumal fyrstir manna, þeir Snorri Hafsteinsson, Daði Ásbjörnsson (eða Garðarsson?) og Kjartan Eggertsson. Næstir til að klífa tindinn voru menn úr Hjálparsveit skáta í Reykjavík og var það 1977, um páska. Fimmta heimsókn á tindinn var í fyrsta skipti sem kvennmaður fór á tindinn, en í þá daga þótti það tíðindavert að konur stunduðu fjallamennsku. Umrædd kona, Vilborg Hannesdóttir fór ásamt Birni Gíslasyni og Róberti Lee Tómasyni á tindinn. Vilborg bætti um betur og og sólóaði alla leiðina og tók það um 50 min upp á topp, var þetta í annað sinn sem Þumall var sólóaður.

Áratuginn eftir að Þumall var klifinn í fyrsta sinn, þótti mikið afrek að komast upp og var hver ferð skráð niður vel og vandlega. Núna síðustu ár hefur aðeins slaknað á þessu bókhaldi, enda hefur ferðum á Þumal fjölgað gífulega síðan 1975.

Best er að hefja ferðina úr Skaftafelli, frá tjaldsvæðinu og ganga inn í Bæjarstaðaskóg í Morsárdal og elta þaðan dalinn inn þar til að komið er í næsta dal, hornrétt á Morsárdal, sá dalur gengur undir nafninu Kjós. Áberandi gil er norðan megin í Kjósarmynninu, Vestara-Meingil, gengið er upp vestanmegin við það eftir þokkalega skýrum slóða. Þar getur verið nokkur hætta á ferðum í úrkomu og slæmu skyggni, því gilið er hrikalegt. Þegar komið er upp í 750 m hæð sveigir leiðin til vesturs, inn í stóra skál eða dal sem ber nafnið Hnútudalur. (more…)

Leave a Reply