Reply To: (Icelandic) Ísklifuraðstæður 2016-2017

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur (Icelandic) Ísklifuraðstæður 2016-2017 Reply To: (Icelandic) Ísklifuraðstæður 2016-2017

#62901
Siggi Richter
Participant

Ég og Maggi fórum upp Skessuþrep í Skessuhorni í gær. Allar leiðirnar í NV-veggnum eru í góðum holdum, mæli með að menn taki með hunda(spektrur) fyrir efstu spönnina, þar sem allt er þakið hrími/ís, en heldur þunnt fyrir skrúfur. Góður snjór og snís fyrir klifur og tryggingar, svo NA-hryggurinn ætti líka að vera flottur. Lítil snjóflóðahætta í niðurgagnum vestan megin (eins og er). Við reyndum að átta okkur á Skarðshorninu ofan af Skessuhorni, leiðirnar í Sóleiarveggnum virtust hálf íslitlar úr fjarlægð, en leiðirnar vestar virtust bjóða upp á meira.

  • This reply was modified 7 years, 10 months ago by Siggi Richter.