- This topic has 3 replies, 3 voices, and was last updated 8 years, 2 months ago by Otto Ingi.
-
AuthorPosts
-
10. October, 2016 at 23:09 #62030Sigurður RagnarssonParticipant
Góða kvöldið!
Nú hrökkva eflaust einhverjir við….en klárið að lesa til enda…Á stjórnarfundi ÍSALP var tekin sú ákvörðun að stofna til Facebook hóps undir merkjum ÍSALP og eru meðlimir klúbbsins hvattir til að ganga í þennan hóp.
Tilgangur hópsins er fyrst og fremst að auðvelda ÍSALP að auglýsa viðburði, eins og t.d að bjóða fólki á viðburði sem ÍSALP heldur og býr til auglýsingar á Facebook fyrir.Einnig er þetta til þæginda ef vantar fólk í vinnu með stuttum fyrirvara, t.d. vegna vinnu við Bratta o.s.frv.
Hópurinn er ekki hugsaður sem umræðuhópur heldur frekar sem fréttaveita og auglýsingamiðill fyrir þá sem vilja fá meldingu á Facebook þegar eitthvað spennandi er að gerast á vegum ÍSALP
Stillingar hópsins eru því þannig að einungis admin (stjórnin) getur hafið umræður/póstað.Fyrir þá sem hafa frá einhverju skemmtilegu að segja, vilja deila einhverju áhugaverðu úr skíða-/klifur heiminum eða nýjustu klifur-/skíðaaðstæðum bendum við á að notast áfram við umræðurnar (forum-ið) hér á isalp.is
kv,
Siggi R10. October, 2016 at 23:12 #62031Sigurður RagnarssonParticipantGleymdi að hafa linkinn á hópinn með,
Nafn hópsins er ÍSALP meðlimir
https://www.facebook.com/groups/1399889096706732/Hvetjum alla til að ganga í hann.
kv,
Siggi R14. October, 2016 at 00:44 #62036Þorsteinn CameronKeymasterEr einhver stemmning fyrir því að opna fyrir umræðu á hópnum með það að leiðarljósi að nota hópinn aðallega til að smala saman fólki í vetrarklifur?
Þá eitthvað eins og hópurinn Klifurvinir / Climbing buddies.Það er lítið um þannig umræðu hér á spjallinu svo mér finnst ekki verið að draga neina umferð frá spjallinu. Ef eitthvað gæti þetta aukið umferð á spjallið hér þar sem fólk reportar aðstæður og farnar leiðir.
14. October, 2016 at 09:07 #62037Otto IngiParticipantHæhæ,
Já, mér finnst að það eigi að opna umræður á facebook hópnum.
Fólk verður bara að gera sér grein fyrir að merkilegar umræður eins og skráning leiða og aðstæður eiga heima á isalp.is því annars sogast þær inn í facebook svartholið og finnast seint aftur.Ottó Ingi
-
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.