Leið númer 3. á mynd
Í hlíðinni innan við Stjórnarárgil. Ein af fyrstu línunum handan við hornið.
Byrjar hægra megin við gult ísþil sem nær ekki niður, smá klettapríl upp í þunnan ís. Eftir þunna ísinn í ca. 4-5m hæð kemur þversprunga sem tekur stóra vini (blár og gulur BD). Hliðrað á sprungunni tíl vinstir og út á ísinn, þaðan er svo auðveldur leikur upp á brún. Jafnvægisleið frekar en kraftur.
Leið númer 3a. er ófarin.
FF: Ívar F. Finnbogason og Hjalti Rafn Guðmundsson, 09. feb. 2002
11 related routes
Situated in the amphitheater behind Systrastapi Rock when viewed from the highway. Access is easy – park near Kirkjubæjarstofa and follow the marked historic trail from the end of the 205 towards Systrastapi. We climbed the steeper righthand side which is closer to WI2+. This waterfall would make an ideal beginners lead.
Rich Bell & Mery González Tejada, 30/01/2021, one pitch of 50m+.
Leið númer 1.
Mjög létt leið, tæplega WI 2 sagði frumferðarteymið.
FF: Bjartur Týr Ólafsson, Franco og Matteo Meucci, 30. janúar 2018
Leið númer 2. á mynd, leið númer 1. er ófarin.
Leiðin er við hið svokallaða Kirkjugólf við Kirkjubæjarklaustur. Kirkjugólfið er jökul og brimsorfinn stuðlabergsflötur og er u.m.þ.b. 80 fermetrar. Leiðin blasir við ef setið er inni í Skaftárskála og horft út um gluggann upp í fjall.
Leiðin er samfelld, u.m.þ.b. 40m og klifrast sennilega best í einni góðri spönn
FF: Ágúst Þór Gunnlaugsson og Jónas G. Sigurðsson, 6. janúar 2018
Leið númer 1. á mynd
Á hringtorginu á Kirkjubæjarklaustri er farið út á öðru (ef komið er Reykjavíkur megin að) og haldið áleiðis inn eftir, framhjá öllum ís og mixleiðunum og inn að bænum Mörk. Frá Mörk er um 5 mínútna gangur í næsta gil þar sem leiðin blasir við.
Leiðin er í tveimur áberandi höftum og klifrast því þægilega í tveimur en þokkalega stuttum spönnum. Frá veginum lítur hún út fyrir að vera ágætlega brött og efra haftið lýtur út fyrir að vera lengra en það neðra, höftin eru síðan álíka löng og ekki það brött.
Heildarlengd er um 55m og gráðan var WI 3 þegar leiðin var frumfarin en var í rosalega þægilegum aðstæðum, sennilega almennt meira WI 3+.
Nafnið hefur tvíþætta merkingu.
Fyrri merkingin er að leiðin er mjög góð og skemmtileg, ef hún væri nær Reykjavík væri hún ein af klassískustu leiðum landsins, eins klassísk og að fá sér pizzu í kvöldmat.
Seinni merkingin vísar til þess að Rakel Ósk efndi til keppni 10 desember um hvort hún eða Jonni yrði fyrri til að frumfara leið og nefna hana Dominos. Rakel frumfór leið nokkrum dögum áður en náði ekki samkomulagi við samferðamenn sína um að leiðin fengi nafnið, endaði á að vera nefnd Rennibraut. Jonni vann því keppnina, en aðeins rétt svo því að Norðanmenn eru iðnir við klifur um þessar mundir.
FF: Ágúst Þór Gunnlaugsson og Jónas G. Sigurðsson, 6. janúar 2018
Næsta leið við Kaftein Kirk (hægri línan á mynd), til hægri út úr mynd.
Mynd óskast!
Ísleið sem byrjar í mjóu stuttu kerti sem leiðir upp í gleitt ísfyllt horn og endar í ísþaki/regnhlíf.
FF: Hjalti R.G. og Guðmundur J., 23. feb. 2002, 27m
Leið númer 4.
Fyrsta ísleiðin norðan, innan, við gilið þar sem Kaptein Kirk er. Skemmtilegar myndir frá Robba úr þessari leið og öðrum má finna hér
Byrjað á að fara út á fríhangandi kerti, við lok þess kemur svo annað fríhangandi kerti. Seinni hlutinn einkenndist svo af blómkálshausum sem voru ekki mikið léttari en kertin. Frábær leið sem er líka virkilega sexy.
FF: Ívar F. Finnbogason, Hjalti Rafn Guðmundsson og Einar Rúnar Sigurðsson, 10. feb. 2002, 40m
Leið númer 3. á mynd
Í hlíðinni innan við Stjórnarárgil. Ein af fyrstu línunum handan við hornið.
Byrjar hægra megin við gult ísþil sem nær ekki niður, smá klettapríl upp í þunnan ís. Eftir þunna ísinn í ca. 4-5m hæð kemur þversprunga sem tekur stóra vini (blár og gulur BD). Hliðrað á sprungunni tíl vinstir og út á ísinn, þaðan er svo auðveldur leikur upp á brún. Jafnvægisleið frekar en kraftur.
Leið númer 3a. er ófarin.
FF: Ívar F. Finnbogason og Hjalti Rafn Guðmundsson, 09. feb. 2002
Leið númer 2. á mynd
Ísinn hægra meigin við N-18. Miðjan á því þili. Þægileg ísleið
FF: Ívar F. Finnbogason og Hjalti Rafn Guðmundsson, 9. feb 2002, 25m
Kafteinn Kirk goes up a chimney there on the middle of the picture, but at the top they traversed to the left before finishing the overhang
Strompur inni í litlu gili í hlíðinni inn af Stjórnarárgilinu.
Þunnur ís inni í sprungu vinsta meigin í ca. tveggja metra breiðum stompi. Klifra ísinn upp undir þak þar sem hægt er að setja inn lélegan vin, annars hægt að tryggja með útsjónasemi og ísskrúfum, hliðra á klettum undir þaki til hægri og yfir í holurnar í vegnum hægra meigin. Úr holunum er farið upp á ís þakið og upp á brún. Einnig hægt að klifra hærra upp hægrameigin og klifra alla leiðina með axir í ís. Fimm stjörnu leið.
WI 6+/M 6+
FF: Ívar F. Finnbogason og Hjalti Rafn Guðmundsson, 09. feb. 2002
Leið númer 1. á mynd
Næsta gil við Stjórnárgil. Stór lína sem snýr í suður. Fara upp hjá hvíta bústaðnum
Ein spönn, byrjar í aflíðandi en verður brattari þegar ofar dregur. Mögulega léttari þegar meiri ís er. Er frekar fjarkaleg á að sjá.
FF: Hjalti og Ívar, 29. des. 2001, 45m WI 5/+
Leið númer 5. á mynd
Skemmtilegur foss rétt norðan við Kirkjubæjarklaustur. Litur úr berginu smitar út í ísinn og gerir hann áberandi brúnann.
FF. Ágúst Þór Gunnlaugsson, James McEwan og Róbert Halldórsson, desember 2011.