(Icelandic) Háfjallaskíði – myndasýning Halla Kristins

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Halli Kristins í fullum skrúða

Á miðvikudaginn í næstu viku, 21.október. Mun Hallgrímur Kristinsson halda myndasýningu fyrir Ísalpara og aðra gesti. Hallgrimur Kristinsson hélt í júní á fjallið Muztagh Ata í Kína (7.600 m) og dvaldi þar í mánuð. Það sem meira er: Hallgrímur (Halli) reyndi að toppa fjallið á fjallaskíðum. Í ferðinni skíðaði hann hærra en nokkur annar Íslendingur.  Miðvikudaginn næsta mun hann bjóða félögum ÍSALP og öðrum upp á stórskemmtilega og fróðlega frásögn með flottum myndböndum af þessari frábæru ferð. Allir að mæta!

Uppfært: Myndasýningin tókst afar vel. Rúmlega 30 manns mættu og smituðust af ævintýraanda Hallgríms.