Birkitréð WI 4
Leið A á mynd er upprunalega Birkitréð en sú leið hefur sjaldan komist í aðstæður á síðustu árum.
Leið B á mynd er Birkitréð sem er yfirleitt klifrað.
Ein af fyrstu leiðunum til þess að komast í klifranlegar aðstæður þar sem leiðin liggur hátt yfir sjávarmáli. Klifin í tveimur spönnum, sú fyrri brattari en sú seinni léttari en getur verið erfiðari að tryggja.
Ef hægt er að útbúa sigakkeri er lítið mál að síga úr leiðinni en annars má fara upp á brún og ganga niður skriðjökul sem liggur örlítið norðar.
FF.: Guðmundur Helgi Christensen og Páll Sveinsson, 1990.
Crag | Kaldidalur |
Sector | Þórisjökull |
Type | Ice Climbing |
Markings |
Þungfært inn Kaldadal vegna snjóa.