Look ma, no hands

Mixuð leið í miðri gjánni aðeins vinstra megin. Leiðin byrjar á íslausu 5m yfirhangandi hafti þar sem dry toolað er upp í ís. Síðan er klifrað bak við mörg fríhangandi kerti sem mynda eins konar þil, hliðrað er til hægri nokkra metra og farið upp fyrir annað þak sem endar í 20m lóðréttum ís. Ofan við leiðina er ein spönn af 3. gráðu. Leið nr. 3 á mynd, 40m.

FF.: Jeff Lowe og Guðmundur Helgi Christensen, 12. feb 1998.

Crag Haukadalur
Sector Svellgjá
Type Ice Climbing
Markings

7 related routes

Skírlífsbelti M 5

This route is west of Svellgjá in the gully on the most western part of this cliff. Climb the chimney and then make some delicate moves to gain the easy ice. There are a handful of gear places available. Continue up the short gully. Climbed on the ísalp ice climbing festival 2024.

~40 meters in length

F.A Jay Borchard and Kjartan Tindur Gunnarsson 21.01.24

 

Hydro flex flower power WI 3+

Mynd óskast

Stóra feita ísleiðin vestan við Svellgjá

Byrjar á auðveldu brölti þar til að við hæfi er að binda sig í prílispotta. Þá taka við þrjár spannir af klifri, en sú seinasta er allauðveld

FF: Arnar og Rafn Emilssynir, 26. des. 2000, 120m

French direct

Leiðin liggur beint upp klettahaft með ís milli Litla fingurs og Look ma, no hands. Leið nr. 5 á mynd, klifin í tveimur spönnum.

FF.: Christophe Molin og Ívar Finnbogason, 26. feb 1998.

Gold rush WI 4

Leiðin er lengst til vinstri í Svellagjá. Stölluð leið með lóðréttum höftum á milli. Leið nr. 4 á mynd, 40m.

FF.: Guy Lacelle, Helgi Borg Jóhannsson, Styrmir Steingrímsson og Ingólfur Ólafsson, 12. feb 1998.

Look ma, no hands

Mixuð leið í miðri gjánni aðeins vinstra megin. Leiðin byrjar á íslausu 5m yfirhangandi hafti þar sem dry toolað er upp í ís. Síðan er klifrað bak við mörg fríhangandi kerti sem mynda eins konar þil, hliðrað er til hægri nokkra metra og farið upp fyrir annað þak sem endar í 20m lóðréttum ís. Ofan við leiðina er ein spönn af 3. gráðu. Leið nr. 3 á mynd, 40m.

FF.: Jeff Lowe og Guðmundur Helgi Christensen, 12. feb 1998.

Litli fingur WI 4+

Lóðrétt kerti hægra megin við miðju í gjánni en vinstra megin við Skjálfandann. Möguleiki er á að hvíla sig á syllu þegar lokið er við þrjá fjórðu af leiðinni. Ef syllunni er sleppt er leiðin stífari. Leið nr. 2 á mynd, 40m.

FF.: Páll Sveinsson og Þorvaldur Þórsson, 12. feb 1998.

Skjálfandinn WI 4

Þetta er leiðin sem er lengst til hægri þegar maður lítur upp í Svellagjá. Fyrri helmingur leiðarinnar er 3. gráðu brölt og leiðin endar í fallegu lóðréttu frístandandi kerti sem hægt er að ganga bak við. Leið nr. 1 á mynd, 35m.

FF.: Jón Heiðar Andrésson, Einar Sigurðsson og Hilmar Ingimarsson.

Leave a Reply