Re: Re: Skálafell

Home Forums Umræður Almennt Skálafell Re: Re: Skálafell

#57498
0801667969
Member

Borgarráð samþykkti í dag allt að 2,5 milljóna (ath. milljóna) viðbótarfjárveitingu vegna opnunar Skálafells. Þetta er a.m.k. ákveðin varnarsigur fyrir stærstan hluta skíðamanna á landinu. Það sem um ræðir er reyndar eingöngu helgaropnun einhverjar 7 helgar minnir mig. Nýtist kannski ÍSÖLPURUM sem skíða bara í miðri viku frekar illa.

Góðu tíðindin eru að nú er Skálafellið opið í fyrsta skipti í 3 ár ef minnið svíkur mig ekki. Það eitt að lyfta skuli snúast þarna minnkar stórlega líkurnar á að skíðavæðið verði lagt af eins og í raun allt stefndi í.

Segi því bara: Skíðafólk til hamingju með daginn.

Kv. Árni Alf.

P.S. Blöskrar reyndar þessi aukafjáraustur borgarinnar út og suður.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/02/16/2_5_milljonir_vegna_opnunar_i_skalafelli/