Re: Re: Útivist er fyrir ALLA..

Home Forums Umræður Almennt Útivist er fyrir ALLA.. Re: Re: Útivist er fyrir ALLA..

#56782
0801667969
Member

Frábært framtak. Leifur hittir naglann á höfuðið. Menn eru allt of oft að setja fyrir sig smáatriði eins og ekki nógu góður búnaður eða að líkamlega atgervið sé ekki nógu gott eða „rétt“ sem afsökun fyrir að fara ekki á fjöll.

Ekki fyrir svo löngu síðan var ég að pakka niður Smjörvastykki fyrir Hnjúksferð (á vegum ÍFLM). Ívar „alltofgranni“ hafði það á orði við útlendinga sem horfðu upp á þetta; „ you see, Árni has to keep his figure “ .

Auðvitað eiga menn ekki að vera í lélegu formi en gamlir fjólubláir Skarpa skór og bumban út í loftið eiga ekki að aftra mönnum frá því að stunda útivist.

Er mjög ánægður að sjá hvað þetta ævintýri Leifs hefur gengið vel. Seinni part vetrar benti ég á Jóa Kjartans stálskipa- og þúsundþjalasmið í sambandi þetta verkefni . Svo virðist sem Jóhann hafi leyst tæknilega hlið málsins og á miklar þakkir skyldar.

Þess má geta að sami snillingur hannaði skíðasleðana (skíðapúlkur) sem hafa sannað sig í gönguskíðaferðum og mikil eftirspurn er eftir.

Kv. Árni Alf.

P.S. Við getum alveg tekið aðra púlkuumræðu ef Ívar er spenntur.