Re: Re: Kanadavideo!

Home Forums Umræður Almennt Kanadavideo! Re: Re: Kanadavideo!

#56691
0703784699
Member

Lúkkar ekkert smá vel…….enginn byrjendabragur á þessari ræmu (bæði klipping þá og myndataka).

Býð spenntur eftir framhaldinu.

Er ekki málið að reyna að hafa eitthvað íslenskt á Banff á hverju ári? Verðlaun f. bestu íslensku “stuttmyndina”, flottustu ljósmynd ársins (var það ekki hér um árið) og eitthvað fleira? Datt það svona í hug….ekki það að ég ætla að reyna að fara að toppa þennan trailer….en kannski á næsta ári? Nú sér maður ekki mann á fjöllum nema með amk eina GoPro eða álíka vél og því ætti að vera hægt að ná að púsla saman svo sem nokkrum mínútúm af efni á hverju ári. Gaman væri líka að sjá hvað kayakræðarar, surfarar, hjólamenn og fleiri eru að gera á hér heima.

Hérna gefur að líta smá skot frá síðustu viku, http://www.youtube.com/user/IcelandicMtGuide?blend=22&ob=5#p/a/u/0/_q9InTCHEYE

Svo geri ég ráð f. að þessar 15 gopro vélar sem renndu sér niður af hnjúknum á laugardaginn lumi á einhverju góðu efni, ef maður bara vissi hvar ætti að leita að því (þekkti ekki þá sem voru þar á ferð en lúkkuðu vel, alla veganna nógu græjaðir)

kv.Himmi