Home › Forums › Umræður › Skíði og bretti › Skíðafæri við höfuðborgina? › Re: Re: Skíðafæri við höfuðborgina?
Við enduðum nokkur á Skálafelli í gær eftir að hafa horfið frá þeirri hugmynd að skíða í Botnsúlum sökum hávaðaroks og skafrennings. Í Skálafelli var reyndar líka mjög hvasst en það er öllu viðráðanlegra verkefni í leiðindaveðri.
Færið var betra en við bjuggumst við. Vindpakkaði snjórinn var ekki orðinn harður þar sem hann var bara að myndast, og inn á milli voru skallablettir sem voru ekki eins harðir og við mátti búast. Sumsé ágætis rennsli en aðallega rosalega hressandi útivera í rosa roki.
Á heimleið sáum við hvernig vindurinn steyptist niður Mosskarðshnúka og eystri hluta Esju. Reyndar sáum við ekki fjöllin þar sem þau hurfu í rosalegt skafrenningsskýi.
Adieu.
Sveinborg