Re: Re: Framboð til stjórnar

Home Forums Umræður Almennt Framboð til stjórnar Re: Re: Framboð til stjórnar

#56356
1811843029
Member

Góður Skabbi, það er ekki nema sjálfsagt að frambjóðendur svari spurningum.

Varðandi starf Isalp næsta árið eða tvö finnst mér mikilvægt að viðhalda því starfi sem nú þegar er í gangi. Undanfarin ár hefur klúbburinn dafnað vel og því þarf að halda við. Auðvitað kemur nýtt fólk með nýjar áherslur en það má ekki vera á kostnað þess starfs nú þegar er í gangi.

Eg hef áhuga á að auka sambandið við fyrri kynskóðir Isalpara, nýliðun er nauðsynleg en það má ekki heldur týna þeim sem fyrir eru. Myndakvöld, fyrirlestrar, ferðir og hvaðeina með “eldri” félögum er eitthvað sem ég er spenntur fyrir.

Nú á Isalp svaka flottan skála í Tindfjöllum en félagar virðast ekki nota hann mikið. Mig langar að koma á Isalp ferðum í Tindfjöllin, skíða, klifra og nota fína húsið okkar. Einnig þarf að skoða hvað við viljum gera við Bratta áður en hann breytist í ryk.

Annað mál sem vert er að skoða er aðgengi að klifursvæðum á Islandi, Valshamar og Spori eru dæmi um svæði sem er mikið sótt í og mikilvægt að klifrarar og landeigendur lifi í sátt og samlyndi. Þar getur Isalp komið til og miðlað málum.

Þetta er það helsta sem á mér brennur þessa dagana.

Sjáumst á aðalfundi!

Atli Páls.