Re: Re: Til hvers isalp.is?

Home Forums Umræður Almennt Til hvers isalp.is? Re: Re: Til hvers isalp.is?

#56026
0304724629
Member

Vandamálið með vefinn núna (eins góður og hann nú er) er að:

Það er erfitt að setja inn myndir og video. Engar leiðbeiningar er að finna á vefnum hvernig á að gera það. Það virkar bara stundum og stundum ekki. Reyndar er Skabbi búinn að segja mér hvernig á að setja inn video. Mér gengur alltaf illa að setja inn myndir.

Mínar síður eru ekki virkar lengur. Þar gat maður sett inn myndir (reyndar með smá html kóðun) og samið skemmtilegar ferðasögur sem söfnuðust upp með tímanum. Núna týnist þetta bara í mis löngum umræðuþráðum.

Það er kekert svæði með t.d. “best of” myndir ársins eða mánaðarins. Eða bara skemmtilegt myndasafn skipt upp eftir landshlutum sísonum osfrv.

Hvergi er haldið utan um video sem klúbbmeðlimir senda inn.

Þetta er megin ástæðan að mínu mati fyrir því að félagar eru að nota picasa, facebook og annað dót sem gerir þetta auðveldara.

Við skulum ekki blóta fésinu. Málið er bara að kippa þessu í liðinn ef áhugi er fyrir því. Ég myndi glaður bjóða mig fram ef ég kynni eitthvað í forritun…