Home › Forums › Umræður › Almennt › Til hvers isalp.is? › Re: Re: Til hvers isalp.is?
Sæl veriði!
Óskar heiti ég og er búsettur á Höfn. Ég fór að hafa áhuga á klifri og fjallamennsku fyrir rúmum 3 árum. Þar sem að ég er langt frá höfðuborginni,þar sem sennilega flestir ísalparar búa og kjarni starfseminnar fer fram,hefur maður fylgst með því sem verið er að gera og hvernig menn gera hlutina í gegnum þessa síðu. Ísalpsíðan spilaði alveg risa hlutverk í því að ég fékk bakteríuna. Ég hef verið alltof latur við að setja inn myndir og annað af því sem ég hefur verið að gera, inná síðuna en það gæti breyst. Ég nota síðuna mikið og mér finndist mikill missir af því að missa þennan vettfang í eitthverja facebúkksósu, droppa hérna inna daglega. Kannski eru fleiri draugar eins og ég sem gætu glætt síðuna meira lífi……spurning!!