Home › Forums › Umræður › Ís- og alpaklifur › Bakpokar › Re: Svar:Bakpokar
Sammála strákunum, alls ekki reyna að kaupa fyrir fleiri en eitt sport. Kaupa fyrir það mikilvægasta/tæknilegasta (ísklifur) og sættu þig við að hann sé ekki perfect í restina. Eða kauptu marga poka. Ég nota mest 4 poka og enginn þeirra er fullkominn:
1) BD Predator 55L
Keypti þennan fyrir háfjallaferð og fattaði að hann var of lítill áður en ég fór frá klakanum. Nota hann í ísklifur. Kostir og gallar hafa komið fram hér að ofan, frábær poki, nokk léttur og einfaldur og allir fídusar sem þarf. Of stór, litlar smellur. BD rúla eiginlega.
2) Lowe Alpin 40L
Við Freysi keyptum báðir svona poka í Cham í byrjun aldarinnar. Hef notað hann fáránlega mikið, þægilegur og sniðugur poki. Notast nokkurra daga trek á sumrin, almenna fjallamennsku, útköll ofl. Aðeins meira djúsí ólar en á BD, broddapoki sem má nota fyrir allan fjandann, mjög einfaldur, ber skíði, bretti og allt slíkt mjög vel.
3) Arcteryx Acrux ca 75L
Fáránlega minimal og léttur, eiginlega risastór kajakpoki eins og hjá RÞ og BA. Arcteryx dót er ógeðslega töff, vandað og minimal. Átti að vera Pak pokinn minn en barst ekki í tæka tíð (hann hefur samt farið til Lahore og Islamabad án þess að hitta mig. Notast lítið því hann er bara of stór í nánast allt. (Skabbi var ekkert að minnast á 100L pokann sem hann á síðan hann var Norðmaður
4) Burton ca 15L
Þetta er besti bakpokinn minn. Hann er örugglega 15 ára gamall og ég er búinn að misnota þennan poka í brettaferðir, hjólaferðir, fjallgöngur og allan fjandann. Ótrúlegt að hann hangir saman og sést lítið á honum. Burton eru alveg meðidda þegar kemur að léttum sportpokum.
Enginn þessara poka er það sem þú ert að leita eftir. Hlutir sem mér finnst mikilvægir eru:
-Léttur og ekki bulky
-ca. 35-40L sjálfsagt optimal í ísklifur
-hækkanlegt og fjarlægjanlegt topphólf!
-axar og broddafestingar (BD snilld)
-minimal, enga stupid aukafídusa og rennilása og hólf og kjaftæði
Hils,
Sissi