Home › Forums › Umræður › Ís- og alpaklifur › Tvibbagilið › Re: Sexy Twins
Hæ
Stuðið hélt á fram í Tvíburagili í dag. Við Smári klári, Róbó, Bjöggi og Gulli hnulli renndum enneftir í einmuna blíðu um tvöleitið. Þar sem við gengum upp gilið sáum við Ága tryggja Eirík (þaggi?) og Daða graða upp Helvítis Fokking fokk, ánægjan skein úr hverju andliti.
Við skiptum liði, Bjöggi og Smári stukki í Ólympíska á meðan við Gulli kröfsuðum í HFF. Leiðin er prýðileg skemmtun, en það er afskaplega mikill ís í henni núna. Erfitt að henda M gráðum á þessar fáu íslausu hreyfingar. Hvað um það, stórfín leið, verðir gaman að prófa aftur í ísminni aðstæðum. Kertið í Hagsmunagæslunni var afskaplega rislítið, þolir trúlega ekki langvarandi sólbað mjög vel.
Eftir hlé var róterað, Bjöggi og Smári fóru í HFF og ég fékk að spreyta mig á Ólympíska. Þetta er greinilega leið sem breytir mjög um karakter í takt við ísinn. Hún var mun auðsóttari núna heldur en um síðustu helgi, kertið hefur stækkað og styrkst, býður nú upp á löðrandi skemmtilega sveiflu út á ísinn sem ekki var í boði síðast. Fyrirtak!
Án þess að ég vilji endilega spilla ánægju Róberts á því spreyja frá því sjálfur (en samt pínu), þá boltaði hann nýja leið í dag. Læt honum eftir grafískar lýsingar á unaðinum sem fylgdu hverri hreyfingu. Nóg var allavega stunið.
Frábær eftirmiðdagur sem skilaði nýrri boltaðri leið og tveimur nýjum limum í Ólympíska Félagið!
Allez!
Skabbi