Home › Forums › Umræður › Ís- og alpaklifur › Ísklifurleiðarvísar á netinu › Re: svar: Ísklifurleiðarvísar á netinu
Þetta er soldið eins og að finna upp hjólið. Það eru svo fáar leiðir í þessum dúr hérna heima.
M-gráðurnar í Breiðdalnum voru miðaðar út frá Scottish leader og Pabbaleiðinni í Múlafjalli. Svo reyndi ég eitthvað að bera það saman við leiðir sem ég klifraði í Noregi. Ef við berum Ólympíska við Pabbaleiðina þá er ólym… erfiðari. Ég myndi segja að M7 væri ekki svo fjarri lagi. Mér finnst samt eins og Drög að sjálfsmorðum (M7) í Breiðdalnum væri erfiðari. Klettakaflinn var lengri og ísinn brattari. Það þurfa bara fleiri að prófa þetta.
Hér er ágæt viðmiðun frá Will Gadd, hann ætti að kunna eitthvað í þessu :
http://www.gravsports.com/Gadfly%20Pages/gadfly20052.htm
Robbi