Home › Forums › Umræður › Skíði og bretti › Hvernig skíði? › Re: svar: Hvernig skíði?
Sæll Árni
Flottustu alhliða skíðin sem ég hef prófað eru Rossignol SickBird, þetta eru feit skíði en samt góð í braut, Maggý á svona skíði. Sjálfur er ég á enn feitari skíðum, K2 HippyStinx, en þau eru ekki að gefa sérlega mikið í braut en eru geggjuð í púðri.
Ég fór í gegn um miklar bindingapælingar í fyrra og endaði á að kaupa BD O1, þetta eru bindingar með möguleika á að velta upp tástykkinu líkt og á fjallaskíðum á uppleið. Mjög stöðugar og góðar bindingar, en kosta sitt.
Í lokin þá tek ég undir þetta með stangirnar í fjallinu, þær sjást engan veginn nógu vel, ég lenti í því í gær að sjá stangir í kross í miðri brekku á síðustu stundu og rétt náði að beygja mig undir þær eins og í 4ra ára brautinni á Andrés. Gott mál að merkja grjót í brekkunni en þarf að vera miklu meira áberandi.