Home › Forums › Umræður › Almennt › Tindfjallamál › Re: svar: Tindfjallamál
Flott umræða sem líka tengist fyrra spjalli hér á vefnum um tilgang og hlutverk ÍSALP.
En svona horfir þetta mál við mér:
ÍSALP á og hefur í sinni umsjón tvo fjallaskála (segjum kannski frekar tvo fjallakofa). Núna eru tveir valkostir sem við félagsmenn stöndum frammi fyrir:
(1) Ákveða að rekstur fjallaskála SÉ verkefni félagsins.
Ef það er niðurstaðan þá gerum við þetta vel – eða er það ekki? Því að með því að sinna þessu verkefni illa eða ekki neitt þá erum við einfaldlega að ákveða að báðir skálar félagsins haldi áfram að grotna niður, fáum til gagns og félaginu til lítils sóma.
Það er auðvitað ekkert “hardcore” við það að reka skála á hálendinu – en það kostar hins vegar peninga og vinnu okkar félagsmanna. Þetta þýðir líka að með því að vera félagi í ÍSALP þá ertu um leið að skuldbinda þig til að leggja þitt af mörkum í það verkefni – les vinnuferðir, fjárútlát og styrkjabetl. Svona skálar eru nefnilega ekki bara reknir fyrir tilfinningasemi og nostalgíufíling. Mér finnst það samt talandi dæmi um áhugann á þessu verkefni ÍSALP hvað lítið hefur þokast síðustu árin og þá ekki síður að eftir að tillaga stjórnar um söluna kom fram þá hefur bara einn einasti einstaklingur boðist til að leggja fram sína vinnu!
(2) Ákveða að rekstur fjallaskála SÉ EKKI verkefni félagsins.
Ef rekstur fjallaskála er ekki það sem við viljum eða getum beint okkar kröfum að þá einfaldlega ákveðum við að hætta þessu verkefni. Þarf það að vera eitthvað slæmt? Er þetta ekki bara dæmi um að ákveða hver sé okkar kjarnastarfsemi – (hard) core business! Er annars eitthvað varið í það að eiga niðurnídda skúra uppi á fjöllum?
Ef þetta er niðurstaða – auðvitaða að vel athuguðu máli – þá komum við verkefninu í hendur þeirra sem við treystum best fyrir því (eða höldum flotta áramótabrennu!). Þarna koma að mér finnst tveir aðilar til greina:
Ferðafélag Íslands en þess má geta að fyrr á þessu ári keypti félagið gamlan skála á Fimmvörðuhálsi, Baldsvinsskála, sem á sínum tíma var reistur af Flugbjörgunarsveitinni á Skógum en hafði vegna vanrækslu síðari árin grotnað niður (er því uppnefndur Fúkki af mörgum!). Veit svo sem ekkert meira um hvaða áform FÍ hefur um endurreisn á skálanum, í það minnsta hefur lítið komið fram um það opinberlega eftir fréttina um kaupin á sínum tíma (www.fi.is/forsida/frettasida/nr/665/).
Einnig fimmst mér vel koma til grein að ræða málið við Útivist. Þeir tóku nefnilega yfir gamlan skála Fjallamanna á hálsinum og endurreisti hann af miklum myndarskap árin 1990-91. Að endurreisa er þó kannski ofsagt því í raun og veru var sá gamli alveg rifinn og nýr skáli byggður við hliðina. Mjög fróðlegar myndir á:
Mín tillaga er þessi:
Fundurinn þann 5. des. sé vettvangur til að ræða málin betur en að öllum ákvörðunum sé fresta til aðalfundar, væntanlega í febrúar 2008. Tíminn þangað til verði notaður til að kanna betur hug félagsmanna til skálareksturs félagsins og hvaða grundvöllur sé raunverulega til að halda honum áfram. Ákvörðun um framhaldið, skálarekstur sem stendur undir nafni eða að öðrum kosti ráðstöfun skálanna til annarra, verði frestað til aðalfundar.
kveðja,
JLB