Home › Forums › Umræður › Ís- og alpaklifur › Grafarfoss og kókostréð › Re: brestir og brak
4. January, 2005 at 15:40
#49251
0309673729
Participant
Ágætt að íssúlur standi yfirleitt áfram þrátt fyrir að það braki svolítið í þeim.
Ég var eitt sinn staddur í megintryggingu í miðjum Orion þegar hár smellur glumdi. Ég og Palli Sveins fundum báðir fossinn titra örlítið. Sálin varð agnarlítil en Palli róaði mig og sagði að við þyrftum engar áhyggjur að hafa. Reyndar sýndist mér nokkrar svitaperlur stökkva fram á enni hans.
Það eru þó til undantekningar frá þessu. Fyrir einhverjum árum klifu nokkir menn Snata í Brynjudal. Nokkrum dögum síðar ætlaði annað teymi að klifra leiðina en þá var hún hruninn. Það var frost allan tímann þarna á milli.
kveðja
Helgi Borg