Home › Forums › Umræður › Almennt › Aðstæður?? › Re: svar: Haukadalur
Fór á Laugardaginn 31jan í Ingólfsfjall hér fyrir austan fjall og klifraði byrjendafossinn (veit ekki hvað hann heitir) sem er innst í svokölluðu nýbýlahverfi í ölfusinu. Ég tók nýja menn með mér, þetta er 3gráða svona 15m hár foss nema núna var hann ófrosinn í miðjunni með lækjarsprænu þannig að efst varð að klifra smá kletta, þar sem gott axarhald hald var í mosanum. Fossinn var ótryggjanlegur með ísskrúfum í þetta sinn. Þetta er svakalega góður foss til að fara með fólk í fyrsta sinn í ísklifur. Oftast auðvelt að setja upp ofanvað, og allir komast upp fyrir rest.
Það er annar foss rétt hjá, inní þokkalegu gili við bæinn Hvamm, hann virtist vera að frjósa og er örugglega orðin nokkuð góður núna.
kv Bárður Á