Home › Forums › Umræður › Skíði og bretti › Vorskíðun
- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
2. April, 2012 at 11:16 #47615Otto IngiParticipant
Ég og Árni Þór úr HSSR skelltum okkur í gilið sem gengur upp úr hliðinni á Grafardal undir Hátindi í Esjunni (Veit einhver nafnið á þessu gili? Gilið beint sunnan við Hátind). Nægur snjór í gilinu en hinsvegar töluvert mikið af grjóti sem hafði hrunið með leysingunum og lá ofan á snjónum.
Fyrir utan grjótið var þetta alveg klassa brekka, klárt mál að ég kíki þangað aftur og reyni að vera aðeins á undan leysingunum og grjóthruninu að ári.2. April, 2012 at 22:28 #57632SissiModeratorÞetta er hrikalega flott leið.
Ég skinnaði á Móskarðahnjúka í dag. Hitt 2 gaura til, Magnús og Víði (? maniggi). Það má nú ekki leysa mjög mikið í viðbót til að þessi láti verulega á sjá, nægur snjór uppi en það er lítið eftir meðfram gilinu niðurfrá.
Færið var hart en ekki ísað með örlitlum salla af nýju hér og þar í lægðum sem gerði gæfumuninn. Bara ansi fínt, merkilegt nokk.
Vorskíðun er málið þessa dagana – go go go.
Sissi
3. April, 2012 at 08:40 #57633Páll SveinssonParticipantÉg fór í Grafardalin eftir vinnu í gær. Elti förin eftir Otto upp. Þetta gil hefur gengið undir nafninu ufsilon (sem sumir kalla ypsilon). Skíðaði niður hægri línuna. Færið var aðeins of hart efst fyrir mig. Ég get ekki beðið efir að fara þetta aftur í linara færi.
http://www.youtube.com/watch?v=4reLf7HtKeYkv. P
3. April, 2012 at 09:43 #576340909862369MemberVar í sjömanna hóp í Tindfjöllum um helgina í ÍSALP skálanum. Fórum þrír í kvöldmission á föstudagskvöldið á Haka. Komum á toppinn í ljósaskiptunum og svo var skíðað með ennisljósin niður. Leiðinlega hart færi, en slapp alveg til. á Laugardaginn fórum við á Ými í þokkalegu færi, þokan var ansi þykk upp í 1100m en eftir það skánaði útsýnið til muna. Alveg ágætis dagur á fjöllum.
https://picasaweb.google.com/107849265394061351531/Tindfjoll3031Mars?authuser=0&feat=directlink
SLÓ
3. April, 2012 at 10:52 #576352903793189MemberÉg fór í norðurhlíð Skálafells á laugardaginn. Það er brekka sem leynir á sér með bröttum stöllum sem eru mjög skemmtilegrir í vorfærinu. Það var hægt að skíða alveg niður í dalbotninn. Ég hef heyrt að sumir sleppi því en það er klárlega einn skemmtilegasti parturinn að mínu mati. Á leiðinni til baka er upplagt að fara upp að mastri og koma niður beint fyrir ofan gamla KR skálann.
Er ufsilonið sama gil og það sem sumir hafa kallað s-laga gilið eða er það innar í Grafardalnum?
3. April, 2012 at 14:01 #576362006753399MemberRenndi mér suður Sprengisand frá Eyjafirði að Vatnsfelli í síðustu viku með kúnna.
Lítill snjór í Eyjafirði upp að Berglandi en nóg þar fyrir innan. Mikill snjór frá Laugafelli niður í Vonarskarð og að Jökulheimum. Krapi og talsvert vatn við Nýjadal en Hágöngulón vel fært á skíðum að norðanverðu. Tungná er opin ca. 10km f. neðan Jökulheima en lítið í henni.
Tók strikið beint yfir í Vatnsfell frá Tungná á góðum snjó sem hvarf með öllu við Hrauneyjar.
Alls 8 dagar á ferð og 2 veðurdagar.Semsagt nægur snjór á hálendinu og suður að Fjallabaki en lítið við norðurströndina.
Góðar stundir,
RÞ3. April, 2012 at 14:11 #57637Páll SveinssonParticipantUpp vinstra megin í gilinu og niður til hægri.
[attachment=426]ypsilonid.gif[/attachment]7. April, 2012 at 23:18 #57654SissiModeratorFullt af snjó í Heklu, kíktum á föstudaginn langa undirritaður, Katrín, Skabbi og Hrönn, en snérum við í ca. 1.050m vegna rigningar, þoku og vinds. Ágætt rennsli niður í bíl.
Slóðinn upp að Litlu Heklu er aðeins fær frekar öflugum bílum. Við vorum á 38″ í 6 pundum frá Suðurbjalla en þar þurfti að nota slatta af hestöflum til að komast upp brekkuna úr gilinu. Hún er full af snjó og vel brött en stutt. Þaðan þarf víða að keyra á snjó með hraunkantinum. En þetta verður sjálfsagt mjög fljótt að breytast næstu dagana og vikurinn tekur við allri vætu svo trúlega verður þetta þurrt og fínt um leið og snjórinn er farinn.
8. April, 2012 at 11:39 #576550801667969MemberRenndi inn á Þórsmörk í gær. Merkilega mikill snjór alveg niður á láglendi. Sá reyndar ekki hátt upp vegna þokuslæðings en maður svona gefur sér að rétt þarna ofar sé nægur snjór.
Vegurinn þarna innúr er nýheflaður og þetta er fínasta hraðbraut. Fólksbílafært án gríns enda ekkert í vötnum og verður svo væntanlega fram á sumar.
Þarna er ógrynni af flottum skíðalænum. Skemmtilegastar á vorin/fyrri part sumars ef snjór er mikill. Vesturhlið Útigönguhöfða er dæmi um góða lænu. Hvet menn til að skíða í skóginum.
Kv. Árni Alf.
8. April, 2012 at 13:31 #576562903793189MemberÉg fór í Ufsilonið í Hátindi í gær. Suddi allt í kring en eins og oft var veðrið vel þolanlegt í gilinu sjálfu. Færið var undurmjúkt og það er enn hægt að skíða alla leið niður að á. Það fer nú samt væntanlega að styttast í þeirri skemmtun. Austari greinin er nánast alveg grjótlaus en sú vestari eflaust óskíðandi.
10. April, 2012 at 17:19 #57662mrjokullMemberHér er smá myndband sem ég tók í norðanverðu Bláfelli á föstudaginn langa.
Þrátt fyrir þoku nánast allstaðar í kring fengum ágætis glugga til að renna okkur í.
Fullt af snjó og mjög gott vorfæri13. April, 2012 at 10:35 #57664ÓlafurParticipantFórum í Yfsilonið í gær. Fínt vorfæri og ennþá nóg af snjó. Fórum upp og niður vestari (vinstri) greinina. Smá grjót á kafla en það var ekki til trafala og auðvelt að sviga framhjá.
Nokkrar símamyndir:
https://plus.google.com/photos/117207878687187865968/albums/5730822127010938961
13. April, 2012 at 13:44 #57667Stefán ÖrnParticipantVorum þrír á ferðinni örlítið á undan Óla og Bjössa. Gengum upp hrygginn á Hátind og byrjuðum á því að renna okkur beint niður af honum til austurs (niður í dalinn á milli Hátinds og Laufskarða) Það er alger eðalbrekka sem er líklega allt of sjaldan skíðuð. Fullt af fallegum lænum í téðum dal – en þær eru á síðustu metrunum fyrir þetta ár.
Fórum svo aftur upp og niður Yfsilonið – vestari greinina.
Steppo
13. April, 2012 at 14:32 #576680703784699Member….áttu við “skiers right”?
14. April, 2012 at 12:48 #57670IngimundurParticipantBara verð að komast á fjallaskíði í fjöllum á morgun sunnudag 15. apríl, er að fara á gengjunum hérna! Ef einhver er til í félaga eða vantar félaga endilega hnippið í mig.
kveðja
Ingimundur Stefánss15. April, 2012 at 10:17 #57672KarlParticipantÞessar gerfihnattamyndir geta gefið ágætar upplýsingar um snjóalög á einstökum fjöllum og aðkomuleiðum:
http://igg01.gsj.jp/vsidb/image/proto_header.html veljið svo eldfjall úr listanum vinstra megin.http://lance-modis.eosdis.nasa.gov/imagery/subsets/?subset=Iceland
á Innrauðu (græn rauðu) myndunum er snjór rauður en ský hvít.15. April, 2012 at 18:11 #576740909862369MemberFórum fimm á Syðstu-Súlu í dag. Algjörlega frábært veður og fínt færi. Þurftum að ganga 2km að snjó og síðan bara hamingja eftir það.
Góður dagur á fjöllum.17. April, 2012 at 12:59 #57676IngimundurParticipantSkaust á Móskarðshnjúka, um Laufaskörð á Hátind og beint þar til vesturs niður gilið á sunnudaginn, vildi prófa annað en Yfsilonið.
Snjór hefði mátt vera meiri á uppleið, skíðagangan var nú ekki beint samfelld á snjó Sá til Stefáns Arnars og félaga skíða niður austanverðan Hátind og hugsaði á niðurleið vestanmegin að ég hefði betur farið þeirra leið.
Það vantaði snjó í gilið mitt á nokkrum stöðum svo stökkva varð fram af lágum börðum og heldur mikið af sprungum að opnast, náði að krækja skíði ofan í einu sinni, þetta var sannarlega síðasti séns. Skíðafærið var hins vegar frábært að öðru leiti, mátulega meyrt, hefði ekki verið kátur í harðfenni þarna með rof í snó í framhaldi af miklum bratta!
Þetta var svona testferð fyrir gamla fjallaskíðabúnaðinn frá 1986, sem stóð sig bara furðanlega vel (skinn svolítið slitin:)). Hvað segið þið, verður ekki bullandi skíðafæri í Súlum, Heklu, Eyjafjalla- og Snæfellsjökli fram í Júní?
17. April, 2012 at 14:14 #57677SkabbiParticipantHæ
Þetta hafa verið við Hrönn og Björk sem þú sást á Hátindi á sunnudaginn, og við sáum þig í Laufskörðum. Löðrandi fínn skottúr, lögðum á bílastæðinu við Móskarðshnjúka og gengum upp gilið austan við Hátind. Þrælfín brekka og feikilegt snjómagn þarna uppi. Skíðafæri helst líklega e-ð áfram í þessum kulda, um að gera að drífa sig.
Allez!
Skabbi
17. April, 2012 at 21:39 #57678IngimundurParticipantSkabbi, það hefur þá skuggi fylgt stelpunum því þrjá sá ég renna sér úr hliðum Hátinds……
Flottar myndir hjá ykkur.
18. April, 2012 at 16:45 #57684mrjokullMemberSmá myndband af Fjallabaki frá síðustu helgi. Fyrri hlutinn í þokunni er úr Norðvesturhlíð Strúts en seinni hlutinn er tekinn á Stórkonufelli. Það er fullt af snjó á svæðinu og mikið af flottum skíðaleiðum en það þarf stóra bíla eða vélsleða í aðkomu.
19. April, 2012 at 17:38 #57686agautiMemberFórum tveir í Skálafellið á þriðjudaginn. Löbbuðum upp með stólalyftunni uppá topp og renndum okkur niður norðanmeginn.
Frábær brekka þar sem endar í skemmtilegu gili í niðrí Svínadal. Röltum svo aftur uppá topp í brekku sem er nær Svínaskarði og er það svaka flott brekka. Sennilega ein af þeim betri í nágreni borgarinnar.
Fallhæðin í þessum brekkum er um 500m.
[attachment=438]SkalafellFjallaskidi.jpg[/attachment][attachment=439]ScreenShot2012-04-19at17.36.49.png[/attachment]
20. April, 2012 at 08:42 #576882903793189MemberVið fögnuðum nokkur sumri í austurhvilftinni í Hátindi. Enn fullt af snjó og hægt að skíða niður í dalbotn.
Fyrir áhugafólk um Skálafell þá settum við í loftið heimasíðu um norðurhlíðina um daginn. Þar væri upplagt að koma upp lyftu og lengja skíðatímabilið. Það eru sennilega fáir staðir jafn vænlegir til að stunda utanbrautarskíðun með lyftuívafi og norðurhlíðin sem gamlir skíðamenn kalla, Shangri-La, fyrirheitna landið.
http://www.opnumskalafell.is/shangri_la
Ef einhverjir hafa áhuga á að leggja verkefninu lið með því að senda inn myndir af brekkunni er netfangið shangrilaskalafell@gmail.com.
20. April, 2012 at 12:09 #57690Bobby LeeParticipantJæja loks hafði ég það af að skra mig aftur í felagið eftir marga ára fjarveru .
Fórum hjónin á Heklu í gær í frábæru veðri, Áttum fjallið enginn annar á ferðinni
[attachment=440]hekla.JPG[/attachment]
[attachment=442]hekla2.JPG[/attachment]
20. April, 2012 at 12:43 #57691ÓlafurParticipantRóbert Lee Tómasson wrote:Fórum hjónin á Heklu í gær í frábæru veðri, Áttum fjallið enginn annar á ferðinni.Að ganga á Heklu er góð skemmtun. Hvaða leið fóruð þið að henni? Er orðið bílfært frá Næfurholti upp að Litlu-Heklu?
-
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.