Ísklifurfestivalið 2010!

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifurfestivalið 2010!

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47579
    0111823999
    Member

    Jæja frostþyrsta fólk þá er komið að því að hefja umræðu um Ísklifurfestvalið 2010!

    Festivalið fer fram dagana 18.-21. febrúar næstkomandi og í ár hefur því verið valinn staður í Öræfum eins og áður segir (fundin verður önnur staðsetning ef ís verður ekki nægur þessa helgi). Við í festivalsnefndinni erum búin að ræða við veðurfræðing sem var bjartsýnn á það að það fari kólnandi og haldist þannig. Svo við ætlum að minnsta kosti að vera bjartsýn á það að það haldist frost fyrir austan.

    Það er af nægu að taka Öræfunum eins og flestir vita. Einar Öræfingur er á vaktinni fyrir okkur og fylgist grannt með lóðréttu vatnsföllunum. Þó að nóg sé að gera fyrir ísklifrara af öllum gerðum ættu áhugasamir endilega að mæta, þar sem nóg verður að gera fyrir þá sem mæta með hvatningardúskana og/eða gönguskóna. Einnig verður í boðið ofanvaðskennsla fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref og vantar leiðsögn um tryggingar eða tækni. Einnig verður hin árlega kjötsúpa með skemmtilegum umræðum á boðstólnum sem er sannarlega næg ástæða til að mæta á svæðið!

    Gisting verður í boði í Vesturhúsum ( Vesturhús )og kostar nóttin þar 3000kr. Það er takmarkað pláss í gistingu í Vesturhúsum svo fyrstur kemur fyrstur fær.

    Skráning fer fram á þessum þræði og endilega látið vita hvort þið viljið gista í Vesturhúsum.
    (Ef þið eruð ekki í Ísalp en hafið hug á að mæta sendið þá póst á Björk).

    Kveðja,
    Festivalsnefndin

    #55123
    Björk
    Participant

    sæl
    Það er búið að opna fyrir skráningu á viðburðinn undir dagskránni hér til hliðar.
    Það er gert ráð fyrir að allir sem skrá sig séu með í gistingu, ef þið ætlið að mæta en ekki nýta ykkur gistinguna skal láta Helgu vita.

    En það er mjög mikilvægt að allir sem ætla að mæta og taka þátt í festivalinu skrái sig. Þar sem að öll skipulagning tekur mið við fjölda þátttakenda.

    kv. Björk

    #55136

    Halló,

    ekki vill svo til að einhver þurfi að fara aftur í bæinn á laugardagskvöldinu og eigi laust pláss fyrir tvo hausa?

    Takk, takk.

    Kv. Anna

    #55139
    1108755689
    Member

    Tvo kassavana karla vantar pláss í bíl fram og til baka af festivalinu. Erum ljúfir og gæfir.

    Bragi og Smári

    #55166
    Smári
    Participant

    Nú er farið að styttast í festivalið… Er að velta fyrir mér hvort einhverjir norðlendingar ætla að mæta, ef svo er þætti mér gaman að vita hvort þeir hefðu laust pláss fyrir einn á sunnudeginum. Hef hugsað mér að fara til Akureyrar eftir festival…

    kv. Smári

    #55167
    0111823999
    Member

    Gaman að skoða þessar síður núna þar sem spáin er alveg að fara að ná fram að festivali.. Sýnist að bjartsýnin okkar sé að borga sig!

    Veðurstofan

    Norska Veðurstofan

    kv,
    Helga María

    #55172
    1108755689
    Member

    lítur vel út…vonum að spáin standist.

    #55177
    0304724629
    Member

    Maður er að bræða með sér að mæta. Bara spurning um aðstæður. Ég er varla til í leggja á mig ferðalag landsenda á milli fyrir ísskæni þó maður sé manns gaman. Tala nú ekki um kostnaðinn…

    Er hægt að fá eitthvað uppdeit á aðstæður í Öræfum?

    Svo vantar mig far úr borginni. Lofa að haga mér vel.

    rok

    #55178
    0111823999
    Member

    Vonandi fáum við fréttir að austan í dag. Nokkrir Ísalparar voru fyrir austan yfir helgina og þeir ætla að láta okkur vita um aðstæður.

    Annars er veðurspáin nokkuð góð, eða a.m.k kuldi og einhver úrkoma í vikunni. Gæti verið að veturinn sé loksins að koma ;)

    Vonast til að þú gerir þér ferð frá vestri til austurs!

    kv,
    Helga

    #55179
    2806763069
    Member

    Sorry brjálað að gera hjá ÍFLM og því verður þessu ísfestivali frestað fram í september!

    kv. Maðurinn sem ræður!

    #55180
    0111823999
    Member

    Austur með námskeið og ferðir.. við kennum og leiðsegjum í hjáverkum ;)

    #55190
    0304724629
    Member

    Jæja, engar fréttir að austan? Held ég haldi mig bara á heimaslóðum. Nóg af ís hér.

    rok

    #55191
    0808794749
    Member

    Nýjastu ísfesivalsfréttir er að finna í fréttadálki.
    Sökum ísleysis sá nefndin sig knúna til að fresta því um viku…

    #55194
    2806763069
    Member

    Æ,æ!
    Svo er það hrikalega dottið úr tísku að vitna í norskar veðurspár.

    Vann einusinni fyrir sleða gaur sem tékkaði bara á frönskum veðurspám ef þær íslensku voru honum ekki að skapi. Það fór vel að lokum – eftir að riddaraliðið á Höfn og Fockerinn mættu á staðinn.

    Kv. Softarinn

    #55196
    Smári
    Participant

    fuckings hlýjindi, nú kemst ég ekki…:(

    #55197
    Gummi St
    Participant

    Það er nóg af ís hér á Seyðisfirði, fórum eina góða leið í gær og erum að fara í allavega tvær minni leiðir í dag.

    settum nokkrar myndir frá bleytutíma vikunnar á http://www.climbing.is fyrir forvitna. Setjum fleiri og nýrri myndir inn þegar við megum vera að því.

    kveðja,
    Gummi, Addi og Davíð
    Óðinn flaug í bæinn í morgun

    #55198

    Alltaf gaman þegar menn skella sér á road-trip.

    Hvernig er það með Munkann, er almennur hressleiki með það að vera mixa þar á sportklifursvæði? Bara pæling, er ekki nógu vel inni í etík norðanmanna.

    #55199
    Gummi St
    Participant

    Er eitthvað verið að klettaklifra þarna austan við brúna þar sem ísinn er? Allavega eru engir boltar þar. Væru það reyndar í dag ef ég hefði verið kominn með boltana þá…

    #55200
    Skabbi
    Participant

    Er ekki “Undir brúnni” austasta leiðin? Held að það séu engar leiðir þarna austan megin. Ef það er rennsli í klettunum þarna eru litlar líkur á því að þeir séu fýsilegir til klettaklifurs. Eins ímynda ég mér að klettarnir á móti klifursvæðinu séu fínir í mix, eru þeir ekki alltaf blautir líka?

    Það náttúrulega vítaverður fávitaskapur að drytoola í klettaklifurleiðum, hvort heldur sem er norðan eða sunnan heiða.

    Flottar myndir btw gummi, gaman í road trippi. Á ekkert að kíkja í Berufjörðinn?

    Skabbi

    #55217
    0808794749
    Member

    Bara vekja athygli á nýrri frétt á forsíðunni þar sem koma fram góðar fréttir af ísþróun í Öræfunum.
    Allir að lesa og svo uppfæra skráninguna á festivalið.

    Kv.

    #55246
    0111823999
    Member

    Jæja þá hefst festivalið á morgun og vonandi allir komnir með far og í klifurfílinginn!

    Við erum með fullt af góðum fréttum =
    1. Spáin er klifurvæn alla dagana fyrir þá sem láta ekki smá íslenskt veður stoppa sig og heyrst hefur að það sé nóg af ís!
    2. Verði á gistingu hefur verið komið niður í 0kr fyrir Ísalpara, en þjóðgarðurinn hefur ákveðið að bjóða okkur í gistingu í þeirra húsakynnum. Verið í bandið við Helgu Maríu eða formanninn þegar þið komið austur.
    3. Grillpartý þar sem matnum verður skolað niður með gullnum mjöð verður í boði ÍFLM á laugardagskvöldinu.
    4. Ekki gleyma sundfötum þar sem hægt verður að slaka á í náttúrulauginni í Skaftafelli eftir góðan dag á fjöllum.

    Hlökkum til að sjá ykkur öll!
    Festivalsnefndin

    #55249
    Gummi St
    Participant

    Frábært, rosalega skorar þjóðgarðurinn hjá mér núna fyrir að bjóða okkur gistingu… algjörlega til fyrirmyndar.

    Við komumst vonandi þrír eftir vinnu á föstudagskvöld, hvar er þá þessi gisting? við tjaldstæðið?

    #55250
    0111823999
    Member

    Já enda frábær þjóðgarður!

    Gistingin er í landvarðahúsinu vestan við tjaldsvæðið (Keyrið í vestur frá því, beygið ekki upp að Bölta/Hæðum heldur haldið áfram)
    verið bara í bandið við okkur þegar þið mætið á svæðið/eruð á leiðinni ;)

    #55252
    Freyr Ingi
    Participant

    Glóðvolgar fréttir frá ískönnunarmanninum að austan:

    Það er kominn miklu meiri ís alls staðar þannig að ég held að þetta sé í bestu málum. Grænafjallsgljúfur er fullt af ís, og Bæjargil við Hof er farið að líta vel út þó það sé kannski ekki komið í feitustu aðstæður enn.
    Ég er að fara í ískönnun núna á eftir og ætla að reyna að labba að Rótarfjalli eins og ég sagði í gær. Þar held ég að geti leynst spennandi óklifrað svæði. Set myndir á http://www.oraefi.is snemma í kvöld.

    Spennandi tímar framundan.

    Minni alla sem ætla að mæta á að skrá sig hjá Helgu, sömuleiðis að afskrá sig ef áður skráðir komast ekki.
    Það er mikilvægt fyrir okkur að sjá nákvæmlega hverjir munu taka þátt í þessu með okkur.

    Góðar stundir,

    Freyr

    #55254
    2607683019
    Member

    Ég er að skoða aðstæður fimmtudag og setti nokkrar myndir inn á http://www.oraefi.is/isklifurfestival.htm
    Var að bæta við myndum núna seinnipart föstudags,
    Einar Öræfingur.

Viewing 25 posts - 1 through 25 (of 25 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.