Nýjar leiðir á Hnappavöllum og í Pöstunum?

Home Forums Umræður Klettaklifur Nýjar leiðir á Hnappavöllum og í Pöstunum?

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47518
    Skabbi
    Participant

    Á Hnappavöllum í síðustu viku rakst ég á þrjár nýjar leiðir sem ég hafði ekki séð áður og ru ekki í leiðarvísinum. Þær eru allar útí Salthöfða, tvær snúa mót Fagurhólmsmýri og sú þriðja er hægra megin við Myrkrahöfðingjann. Ég klifraði þá síðastnefndu, prýðisleið.

    Á heimleiðinni í dag létum við gamlan draum rætast og komum við í Pöstunum undir Eyjafjöllum. Þar virðist hafa verið mikið líf upp á síðkastið, ég taldi einar 8 boltaðar leiðir. Klifraði tvær þeirra, ein stutt leið sem stendur eiginlega stök, á að giska 5.8-5.9. Hin er rúmlega 20 metra löng leið í léttari kantinum. Báður voru þessar leiðir góð skemmtun, ég ætla aftur í Pastirnar fljótlega.

    Um leið og ég þakka þeim sem hafa lagt tíma og vinnu í að bolta þessar leiðir skora ég á þá að gefa sig fram með nöfn á leiðunum og gráður.

    Allez!

    Skabbi

    #54374
    Skabbi
    Participant

    Til að svara spurningu minni benti formaður Klifurfélgs Reykjavíkur mér á eftirfarandi frétt á heimasíðu Klifurhússins:

    Hjalti Rafn Guðmundsson skrifaði:

    Quote:
    Pöstin undir Eyjafjöllum.

    Pöstin er klettur norðan megin við þjóðveginn í landi Hvamms undir Eyjafjöllum. Þar hefur verið klifrað frá því um það bil 1989 og voru þar þrjár boltaðar leiðir sem Stebbi Steinar, Bjössi og Árni Gunnar gerðu 1990 og 1991. Leiðirnar voru Perestrojka, Geirvartan og Langi seli, allar 5.10. Boltunin var í anda þess tíma þegar þær voru gerðar. Þá var farið sparlega með bolta því þeir voru handboraðir og sumarhýran rétt dugði fyrir tíu fimmtán augum og boltum. Því var oft á tíðum langt á milli bolta og þar sem var möguleiki að berja inn fleyg eða setja hnetu í skorning var það gert. Því voru bara þrír boltar í Geirvörtunni, 20 metra leið og fyrsti bolti í átta metra hæð. Langi seli var lengi vel bara boltaður fyrstu tíu metrana og lína með lykkjum fyrir tvista látin hanga úr akkerinu. Perestrojka þótti ansi runní. Þangað til núna.

    Núna eru komnar átta boltaðar leiðir í klettinn og von á fleirum. Bæði hafa upprunalegu þrjár boltuðu leiðirnar verið endurboltaðar með nútíma búnaði og góðum akkerum. Og nýjum hefur verið bætt við þar sem hafði áður verið tryggt með fleygum og dóti eða klifrað hafði verið í ofanvað.

    Leiðirnar eru allt að 25 metra langar og í mjög skemmtilegu bergi. Það tekur um einn og hálfan klukkutíma að komast í Pöstina frá Reykjavík og því alveg hægt að bruna eftir vinnu. Klettarnir eru rétt austan við bæinn Hvamm (bæinn með bröttu grasbrekkunni og furutrjánum fyrir ofan bæjarhúsin). Beygt er inn afleggjarann að Hvammi og svo lagt á slóða sem liggur nær alveg að leiðunum.

    Leiðirnar heita frá klifrara vinstri talið til hægri (horft er í norður):
    Svarta leiðin 5.10 ca. 18 m.
    Perestrojka 5.10 ca. 18 m.
    Prins póló 5.10 ca. 20 m. Fyrstu tveir boltar sameiginlegir næstu leið til hægri.
    Geirvartan 5.10 ca. 25 m.
    Sóley 5.8 ca. 25 m.
    Gleym-mér-ei 5.6 ca. 20 m.
    Langi seli 5.10 ca. 25 m.

    Ein stök leið í klettinum beint á móti stærri klettinum:
    Heyvagninn á horninu 5.6 ca 10 m.

    Leiðirnar hafa verið boltaðar, endurboltaðar og hreinsaðar af Stebba Steinari, Kristínu Mörthu og Hjalta Rafni í júlí 2009.Bóndinn á Hvammi hefur gefið klifrurum góðfúslegt leyfi til þess að klifra í klettunum að því gefnu að umgengni verði góð.

    Prýðilegt framtak hér á ferð. Hægt er að nálgast myndir af leiðunum á heimasíðu Klifurhússin.

    Allez!

    Skabbi

    #54376
    Sissi
    Moderator

    Vá, Stebbi var eitthvað að tala um í vor að hann ætlaði “kannski eitthvað að kíkja á Pöstina”. Þetta er aðeins meira en ég sá fyrir mér.

    Gríðarlegir snillingar að taka þetta svona í nefið, spennandi valkostur að geta klipið í klett undir Eyjafjöllum.

    Þrefalt húrra fyrir Hjalta, Kristínu og Stebba!

    Sissi

    #54377
    AB
    Participant

    Nú getur maður loks hlunkast í Pöstina.

    Þökk sé ykkur – frábært framtak.

    Kveðja,

    AB

    #54385
    0105774039
    Member

    Skelltum okkur í dagsklifur í Pöstunum og vorum gríðalega ánægðar með svæðið. Skemmtilegt klifur í flottum klettum …þó helst til mikið af hræðilega stórum og ljótum köngulóm ;)

    Tek undir: Frábært framtak, Stína, Hjalti og Stebbi!!!

    #54386
    Sissi
    Moderator

    Klifraði eina leið þarna í síðustu viku í steikjandi hita, svona 5.6 ish skoru sem var hin prýðilegasta skemmtun, löng og fín. Síðan fór að hellirigna og við beiluðum. Skjótt skipast veður og allt það.

    Mætti samt alveg færa heyvagninn örlítið fyrir mér, svo maður verði ekki stjaksettur við fall.

    Frábær viðbót að hafa þetta svæði græjað upp, nice að geta skotist í þetta ef maður á leið um.

    *Hrós* (aftur)

    Sissi

    #54387
    0105774039
    Member

    Já, það stendur víst til að færa drápstólið. Við reyndum smá en hann haggaðist ekki, gróinn fastur!

Viewing 7 posts - 1 through 7 (of 7 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.