Skíðafæri Bláfjöllum

Home Forums Umræður Skíði og bretti Skíðafæri Bláfjöllum

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47462
    0801667969
    Member

    Vil benda mönnum á að búið er að leggja göngubraut í Bláfjöllum. Liggur hún um leirurnar sunnan bílastæðis á Suðursvæði. Skilst á mönnum að komin sé góður grunnur en einhverja snjókomu þurfi í viðbót til koma brekkunum inn.

    Hvet menn til að skella sér á skíði.

    Kv. Árni Alf.

    #55741
    0503664729
    Participant

    Takk fyrir að láta vita Árni.
    Skrapp áðan og þetta var eðalfínt.
    JVS

    #55742
    1506774169
    Member

    Jón Viðar: var þetta nógu þykkt til að lifa af rigningu helgarinnar? Maður nær smá rennsli á morgun en langar í meira eftir helgi :)

    #55743

    Þetta var fínt. Skellti mér áðan. Eðal veður.

    #55744
    0801667969
    Member

    Gaman að sjá hvað fólk er fljótt að taka við sér. Lífið er nefnilega allt of stutt til þess að vera alltaf að bíða eftir betri eða “réttu” aðstæðunum. Er meðan er.

    Skv. veðurþáttaspá Veðurstofunnar þá bætir frekar í snjó núna um helgina frekar en það taki upp. Eftir helgi spáir kulda. Er búin að rýna í þessar spár í mörg ár. Vonandi lendir þetta réttu megin við núllið um helgina en spá er spá.

    Kv. Árni Alf.

    #55745
    1506774169
    Member

    Er ekki rétt til getið hjá mér að það sé 3-4 gráðu munur á láglendi Reykjavíkur og Bláfjöllum? Þá gæti þetta hangið í 0-1°C.

    #55749
    2411784719
    Member

    Kíkkið bara norður í fjallabyggð, TVÖ skíðasvæði opin á morgun nægur snjór fyrir þrammara líka :)

    #55757
    0801667969
    Member

    Þetta fór eins og ég sagði, það lenti réttu megin við núllið og heldur betur bætti í. Allt kjaftfullt af snjó. Nú er unnið við ýtingar. Líklegt er að allar helstu skíðaleiðir sem skarta snjógirðingum verði komnar inn annað kvöld.
    Talsverð vinna er samt eftir svo hægt sé að opna. Þó ekki verði lyftur í gangi þá geta menn bara skinnað og notað troðnar brautir.Stefnt er á almenna opnun um helgina.

    Kv. Árni Alf.

    P.S. Nú eru komin spiltroðari í Bláfjöll. Hann er með vír sem er 1,5km að lengd. Tæki sem er allgjör snilld. Það er lífshættulegt að vera í sömu brekku og viðkomandi troðari. Góð regla. Skíðið aldrei í brekku sem troðari er að vinna í.

    #55758
    3110665799
    Member

    Við skulum vona að ofankoman breyti hugmyndum Predatorsins um rekstur Bláfjalla.

    #55759
    0703784699
    Member

    Það eru fleiri bæjarfélög en borgin sem koma að þessu og því er máttur predators lítill í þessu samhengi, sem betur fer.

    En gaman að heyra að það sé kominn spiltroðari, ef menn kunna á slíka græju þá má lappa uppá pallasmíðina sem hefur ekki verið uppá marga fiska undanfarin ár

    Það lítur vel út í kortunum…sjáumst í fjallinu

    #55769
    Skabbi
    Participant

    Kíkti uppí Bláfjöll eftir vinnu í gær og gekk nokkra hringi í göngubrautinni, sem var eðalfín. Nokkrar lyftur voru í gangi í Suðurgili og merkilega mikill snjór. Þetta er allt að bresta á!

    Skabbi

    #55772
    vikgud
    Member

    Var uppi í Bláfjöllum í kvöld í topp aðstæðum.

    Kongurinn var opinn og eitthvað af diskalyftum. Kongsgilið sjálft er ótroðið og eitthvað um steina (lokað) en öxlinni er í mjög góðu standi, nægur snjór og vel troðið.

    #55773
    0801667969
    Member

    Við “heimamenn” tölum um Norðurleiðina sem sumir nefna Öxlina. Þetta er þriðji veturinn í röð sem Norðuleiðin kemur inn á undan Kóngsgilinu. Þetta er algjör viðsnúningur frá fyrri árum þegar Kóngsgilið kom alltaf inn fyrr og var oft eina opna skíðaleiðin.

    Þessar breytingar má rekja til snjógirðinganna í Norðurleiðinni. Það væri engin að hugleiða opnun í Bláfjöllum nema fyrir þessar nokkru spýtur.

    Kv. Árni Alf.

    #55818
    0801667969
    Member

    17 nóvember 2010

    Hér í Fjöllunum er dýrðardagur, sól, léttskýjað, nánast logn og frost 2 gráður. Mikið bætt í snjó opg færið er flott. Kóngsgilið orðið breitt og fínt. Fínt færi utan brauta.
    Maður sér þokuna lóna yfir höfuðborginni eins og teppi. Hvet menn til að skríða úr þunglyndisþokunni og skella sér á skíði.

    Kv. Árni

    #55822

    Færið í gær var mjög gott. Vona að þetta haldi áfram svona.

Viewing 15 posts - 1 through 15 (of 15 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.