GPS græjur

Home Forums Umræður Almennt GPS græjur

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47451
    1908803629
    Participant

    Sælt veri fólkið.

    Ég er að leyfa mér að dreyma um GPS græjur og vildi heyra hvaða tillögur menn og konur hafa í þeim efnum. Til þessa líst mér ágætlega á Garmin GPSMAP 62 og horfi helst til ódýrustu útgáfunnar þangað til einhver segir annað…

    sjá: https://buy.garmin.com/shop/shop.do?cID=143&fKeys=FILTER_SERIES_62

    Hvað leggið þið til? map62.jpg

    #55625
    2808714359
    Member

    ég var að skoða svona græju um daginn og held að 62s sé betri kaup. Þessi er ekki útbúin fyrir auka minniskort og það er ekki hæðarmælir í henni sem þú færð í 62s.
    Svo er gott að skoða á Ebay þar sem þú finnur þetta á uþb hálfvirði miðað við hérna heima.

    #55626
    2806763069
    Member

    Ég á svona með snertiskjá og verð að segja að það hefur komið skemmtilega á óvart. Finnst reyndar þessi með tökunnum alltaf svona meira traustvekjandi, án þess að ég hafi yfir nokkruð að kvarta nema síður sé!

    #55627
    1108755689
    Member

    Hvernig virkar snertiskjarinn með hanskaklæddum höndum?

    #55628

    Flott að fá þessa umræðu í gang. Maður á sér alltaf þann draum að fá sér nýtt tæki, færa sig úr fornöldinni (GPS12) og yfir í eitthvað nútímalegra með kortamöguleikum.

    Maður hefur kannski aðeins verið skeptískur á þessa snertiskjái en það gætu bara verið fordómar. Ívar segir hér t.d. að þeir virki vel. Hvað segja aðrir? Eru gömlu góðu takkarnir málið þegar maður er í þykkum vettlingum og við erfiðar aðstæður?

    Eitthvað sem menn mæla sérstaklega með fyrir vetrarfjallamennsku, ísbrölt og annað í kulda og vosbúð?

    #55629
    Skabbi
    Participant

    Ég hef verið með svona græju með snertiskjá, virkar bara fínt. Þú oppereitar það náttlega ekki með dúnlúffum en þú gerir það hvort eð er ekki með GPS12. Þunnir vettlingar eru ekkert mál.

    Eina sem ég er smeykur við er að skjárinn skemmist, á mínu tæki er bara “mjúkur” LCD skjár. Veit ekki hvort nýrri týpur eru með harðgerðari skjá.

    Svo er náttlega bara hægt að kaupa sér nýjan gemsa með GPS og Google maps…

    Skabbi

    #55630
    0808794749
    Member

    Skabbi á þitt tæki það ekki til að krassa?

    Ég er búin að eiga Garmin Etrex legend í örugglega 4 ár og það virkar fínt. Hægt að setja minniskort og landakort.
    Battery life á legend er 25 klst en 20 stundir á Garmin 62.
    Mér finnst það skipta mjög miklu máli. Eins að tækið sé ekki of stórt.

    Over & out.

    Sveinborg

    #55632

    Ég hef notað Garmin Etrex vista með Íslandskorti og það hefur þjónað mér vel. Einfalt og étur ekki rafhlöður eins og mörg tæki.

    Ég lít á alla auka fídusa og meiri þyngd sem ókost.

    Ági

    #55633
    1506774169
    Member

    Er með Garmin 60Csx og gæti ekki verið ánægðari með það. Aldrei vesen.

    #55635
    Skabbi
    Participant

    Sveinborg Hlíf Gunnarsdóttir wrote:

    Quote:
    Skabbi á þitt tæki það ekki til að krassa?

    Það gerði það reyndar þegar það var nýtt, krassaði reyndar svo kirfilega að ég þurfti að fá nýtt tæki.

    Síðan þá hefur það verið í lagi, þeas nýja tækið.

    Skabbi

    #55636
    2401754289
    Member

    Garmin Geko 201. lítið, létt og ekki skipt um rafhlöður einu sinni í tveimur mánaðarlöngum leiðöngrum.

    #55642
    Steinar Sig.
    Member

    Hef notað Garmin eTrex Vista HCX í líklega 6 ár. Held ég sé með nafnið á hreinu. Klikkaði aldrei, batteríin endast og endast. Það er nógu öflugt til þess að keyra Íslandskortið, en er samt með léttari tækjum.

    Fékk svo fyrir um ári að gjöf Garmin Colorado 300 og er ekki sáttur við það. Fyrir það fyrsta vegur það um það bil þrisvar sinnum meira en gamla og eyðir batteríum á skotstundu. Það frýs einstaka sinnum og þá þarf að kippa batteríunum úr og setja aftur í. Stóri skjárinn og þægilegu takkarnir eru góðir, en þyngdin og batteríeyðslan fara alveg með það.

    Ég tek ennþá frekar Vista tækið með mér þó skelin sé brotin og það er því ekki vel vatnshelt auk þess sem skjárinn er svo rispaður að ég þarf alltaf að sleikja hann fyrst og bleyta til þess að sjá á hann. Mæli með öllum eTrex tækjunum.

Viewing 12 posts - 1 through 12 (of 12 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.