Lóndrangar á Snæfellsnesi

Home Forums Umræður Almennt Lóndrangar á Snæfellsnesi

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47396
    Arnar Jónsson
    Participant

    Nýttum veðurgluggan sem myndaðist á Snæfellsnesi á sunnudaginn og fórum uppá þennan formfagra tind. Spes klifur í vafasömu bergi með flottu útsýni í lokin :)

    Myndir hér:

    http://climbing.is/lesa_frett.php?id=166

    Kv.
    Arnar

    #56655
    2505703769
    Participant

    Fínar myndir hjá ykkur.

    Gastu séð í hvernig aðstæðum skíðaleiðin af toppi Jökulsins og niður að Dagverðará er?
    Þetta er leið sem menn fóru hér á árum áður, það var hægt að skíða niður á veg.
    Ég átta mig ekki á því hvort að leiðin sjáist á myndunum ykkar.

    Kv
    Tommi Júl

    #56657
    Gummi St
    Participant

    Sæll,

    Það er ekki snjór fyrren komið er dáldið uppfyrir Arnarstapann á jökulhálsveginum sýndist mér og því ekki hægt að renna sér niður að þjóðveg. Sést kannski best á myndinni þar sem jökullinn er á bak við Adda hversu stutt snjórinn nær niður.

    -GFJ

    #56660
    Steinar Sig.
    Member

    Frábærar myndir hjá ykkur.

    #56661
    0503664729
    Participant

    Blessaður Tommi. Hér er mynd sem ég tók af jöklinum frá Dagverðará í morgun. Snjórinn mætti alveg ná lengra niður.
    Ég vel venjulega þessa leið á Snæfellsjökul. Gott að vera laus við stibbuna og óhljóðin í þessum fáranlegu vélsleðum á hefðbundnum leiðum.

    JVS

    mg1100.jpg

Viewing 5 posts - 1 through 5 (of 5 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.