Ha, kominn nýr leiðarvísir strax? Nei ekki alveg en…..það er komin samantekt um Hnappavelli fyrir þann tíma sem liðinn er frá því að klifurhandbókin kom út vorið 2008. Boltuðum leiðum hefur fjölgað um 12 og eru nú orðnar 104. Þeim er lýst ásamt ýmsum upplýsingum um það sem hefur verið að gerast undanfarið.
Samantektin er á pdf-formi og hægt að hlaða henni niður af Netinu. Hún er ókeypis en mælst er til að Hnappavallasjóður sé styrktur með frjálsum framlögum t.d. 500 kalli. Verið er að byggja yfir eina tóftina í Miðskjóli og ekki veitir af peningum fyrir efni. Þá eiga eflaust einhverjir eftir að borga árlegt Hnappavallagjald sem er líka 500 kall.
Hægt er að leggja inn á sjóðinn:
Reikningur: 111-05-274410
Kt. 410302-3810
Skýring: Kamar
Samantektin er væntanleg á klifurhusid.is og er þegar komin á síðuna klifur.is
http://www.klifur.is/Upplysingar/Leidarvisar/Hnappavallahamrar_2008-2009.pdf
Þá er hægt að fá útprentuð eintök í Klifurhúsinu.