Slys í Heljaregg

Home Forums Umræður Klettaklifur Slys í Heljaregg

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47328
    Skabbi
    Participant

    Karlmaður féll og vankaðist í Vesturbrúnum Esjunnar í dag, var fluttur með þyrlu á Landspítalann.

    Liggja e-r frekari upplýsingar fyrir um málið, hverjir voru á ferð, hvað kom fyrir og hvernig var leyst úr málinu?

    Annars óska ég þeim sem slasaðist skjótum og góðum bata.

    Skabbi

    #55433
    Freyr Ingi
    Participant

    Ísalpfélagarnir Ágúst Kristján, Jón Heiðar Rúnarsson og Örn Arnarson voru á ferð í Heljaregginni í dag. Þegar þeir voru að byrja á þriðju spönn losnaði grjót sem Örn hélt um og við það féll hann niður um 10 metra. Í fallinu reif hann út báðar millitryggingarnar sem hann hafði sett inn og lenti þar af leiðandi í megintryggingunni sem var sett utan um tvo stóra steina. Honum var svo slakað á syllu þar sem hægt var að nálgast hann og hlúa að honum en í fallinu fékk hann höfuðhögg og vankaðist nokkuð.

    Örn var svo hífður um borð í þyrlu LHG og fluttur á slysadeild.
    Áður en félagar hans höfðu náð að síga niður leiðina var Örn þegar búinn að hringja í félaga sína og láta vita af sér. Var þeim nokkur léttir að heyra svo fljótt aftur í honum.

    Um leið og Ísalp óskar Erni góðum og skjótum bata minnum við félagsmenn okkar á að leiða hugann reglulega að útbúnaði og kunnáttu til að bregðast við þegar eitthvað fer öðruvísi en áætlað var í fyrstu.

    #55434
    1908803629
    Participant

    Takk fyrir góða samantekt Freysi, þetta er nokkuð góð lýsing á því sem gerðist.

    Annars vorum við að byrja á þriðju leiðslu, búnir með rúma 100 metra, vorum með meginakkeri í hálfgerðum söðul, á milli tveggja “tinda” þar sem við náðum að setja upp “bomber” tryggingu. Örn var nýlagður af stað, ~5 metrar, þegar hann féll.

    Tek undir áminningur um útbúnað og kunnáttu, það er eitt að kunna að klífa og tryggja sig vel upp leiðina en annað mál að bregðast við óhöppum eins og þessum. Í okkar tilfelli gekk sem betur fer allt upp.

    Ég vil samt leggja áherslu á að það var ekkert gáleysi á ferð og mjög varlega farið enda varasamur klettur. Það kom aftur á móti á óvart hversu laust var í klettinum og smá Hraundrangastemning í honum – bara ekki jafn augljóst fyrir en steinninn fór úr, sem gerðist ansi oft og stærsti steinninn (hlunkurinn) fór þegar Örn féll.

    En þetta fór eins vel og mögulegt var miðað við aðstæður, Örn er þrælbrattur og með alla útlimi heila fyrir utan brotinn þumalfingur, vankað höfuð og bólgið andlit. Þá var frábærlega vel staðið að björgunaraðgerðum. Skyldi einhver G-I Joe’inn úr þyrlunni lesa þetta þá skila ég okkar bestu þökkum.

    #55435
    Skabbi
    Participant

    Takk fyrir samantektina strákar, gott að ekki fór verr. Þetta brýnir að sjálfsögðu fyrir okkur hinum að fara varlega, sérstaklega í okkar yndislega íslenska bergi.
    Þegar ég hef farið Heljareggina hef ég reynt að stíga eins varlega og ég get til jarðar og prófað allar handfestur rækilega áður en ég set nokkurn þunga á þær.

    Eins og svo oft áður tekur maður að ofan fyrir þyrlusveitinni, að koma slösuðum manni niður úr Heljaregginni án þeirra er trúlega vandasamt verk í meira lagi.

    Ég óska Erni alls hins besta, vonandi verður hann orðinn klár í slaginn fyrir ferðina ykkar í sumar.

    Allez!

    Skabbi

    #55436
    Páll Sveinsson
    Participant

    Þetta var ekki spurning um hvort heldur hvenær einhver rúllaði niður vesturbrúnirnar með steinvölu eða fílsunga í hendinni. Þakka bara fyrir að það var ekki ég.

    Það eru samt ekki góð vinnubrögð að hreinsa út allar tryggingar á leiðinni niður:-(

    Það hefði verið gaman að sjá þyrluna í action því það hefur verið talað um að það sé of vindasamt nálægt fjöllum á íslandi svo að þetta sé ekki hægt. Það kemur örugglega góð lýsinga á þessu í “Útkall 9”

    kv.
    ps

    #55437
    Karl
    Participant

    Ég var þarna e-h tíma með Tomma Júl og var að tosa hann upp síðustu spönn þegar hann tók stein á stærð við sementspoka í fangið. Það var enginn slaki á línunni en samt er þetta mesti slynkur sem ég hef fengið þegar topprópari dettur. Skýringin var sú að Tómas losnaði ekki við steininn fyrr en línan var farin að strekkjast töluvert.
    Það hefði ekki verið glæsilegt að fá þetta flykki í fangið í leiðslu.

    #55439
    1908803629
    Participant

    Steinninn sem Örn tók með sér var allavega jafn stór og sementspoki, örugglega stærri, og flykkið fór niður með honum…

Viewing 7 posts - 1 through 7 (of 7 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.