Brýna ísskrúfur

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Brýna ísskrúfur

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47304
    Arnar Jónsson
    Participant

    Jæja nú styttist í festival og umm að gera að fara yfir búnaðinn og sjá hvort ekki allt sé beit og fínt. Og eftir mikla notkun er svo sannalega kominn tími til að fara að brýna margar skrúfur. Oft hef ég spurt og fengið svör en alltaf gleymt því jafn óðan, mér var tjáð að það væri rennismiður sem tæki að sér að brýna þetta fyrir mann geggn vænri greyðslu. Svo enn spyr ég.. mann eitthver hver það var og hvar get ég fundið hann?

    Kv.
    Arnar

    #51113
    0311783479
    Member

    Veit að Ívar fékk Jón Þorgrímsson rennismið til að skerpa á BD-skrúfum hér einu sinni. Ég veit ekki hvernig er best að ná kontakti við hann.

    H

    #51114
    Siggi Tommi
    Participant

    Það er ekkert stórmál að brýna þetta sjálfur ef menn eru sæmilega handlagnir og með aðgang að skrúfstykki og góðri fínni þjöl.
    Það þarf að klemma þær milli tveggja mjúkra trékubba og hafa nýja/nýlega skrúfu til viðmiðunar.
    Gerði þetta um jólin í skúrnum hjá tengdó og það tókst bara alveg bærilega.
    Reyndar er rétt að geta þess að þær verða aldrei 100% eins og nýjar því flöt þjöl nær aldrei akkúrat þeirri kúrfu sem er á skrúfunum frá framleiðanda. En mínar urðu allavega alveg 90% eins og ég vildi hafa þær.

    Annars eru víst útilífsbúðir í Noregi og víðar með brýningarvélar, sem verksmiðjubrýna skrúfur. Máski er hægt að senda þeim skrúfurnar og láta græja fyrir sig.

    #51115
    0704685149
    Member

    Svo veit ég til þess að menn eru að bóna þær með Mjallarbóni og þá renna þær inn.

    kv.
    Bassi

    #51116
    1003842569
    Member

    Fann myndband sem sýnir hvernig á að brýna skrúfur:

    http://www.bdel.com/videos/screw_sharpening.html

    #51117
    2806763069
    Member

    Renniverkstæði Jóns Þorgrímssonar í skútuvoginum, neðarlega. Það jafnast ekkert á við það, þær verða eins og nýjar.

    #51118
    2301823299
    Member

    Einhver þyrfti að fjárfesta í svona brýningarvél eins og Needlesports eru með: http://www.needlesports.com/acatalog/Mail_Order_Ice_Screws_35.html

    #51119
    Arnar Jónsson
    Participant

    Takk fyrir þetta Ívar, þetta var nákvæmlega svarið sem ég var að leita eftir ;)

    kv.
    Arnar

Viewing 8 posts - 1 through 8 (of 8 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.