Home › Forums › Umræður › Ís- og alpaklifur › Polar Cicus
- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
28. January, 2010 at 09:20 #47290Björgvin HilmarssonParticipant
Fólk að gera góða hluti útum allt. Nú væri gaman að fá að heyra eitthvað af þessum ævintýrum… t.d. þokkalegum dögum á fjöllum í Kanada.
28. January, 2010 at 16:52 #55084Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantPolar Circus er suddalega flott leið. Hér er video frá 1995, þegar að Charlet moser Pulsar og Simond Pirahna voru aðal græjurnar.
28. January, 2010 at 22:19 #55086Siggi TommiParticipantJá, spurning hvort ungstirnin í Golden hafi tök á að smakka á þessari skemmtun. Er í Banff sem mér skilst að sé ekki ýkja fjarri þeim kumpánum… (rétt hjá Weeping Wall sem á að vera skíturinn líka)
Hafa einhverjir mörlandað skrölt þarna upp annars? JB, Friðjón, Ísfeld, GHC?28. January, 2010 at 22:26 #55087Björgvin HilmarssonParticipantKoma svo Arnar og Berglind… lýsingar, myndir… hvernig var?
29. January, 2010 at 04:36 #550882401754289MemberJamm, haf farið þetta hér um árið. Held að GHC hafi sólóað þetta vel fyrir þann tíma!?! The man with the sharpest tools ever…eins og lókalinn kallar GHC
Fyrir 2 dögum var mikið fannfergi í leiðinni (á milli spanna) og því lítið gaman.
Allir höfum við verið á Weeping Wall og er ég nokkuð viss um að Arnar og Berglind hafi smakkað á leiðunum þar! Þau klifruðu svo mikið að það er ekki hægt að telja það allt upp hér…
Svo annað, að líkja gráðum Kanada við Ísland! Ekki fara til Haffner og reyna það þar þar sem staðurinn er útklifraður og aldrei fer milli mála hvar skal setja tólin!
Annars allt í þrusuaðstæðum og held að Gulldrengirnir ættu að geta gert slatta.
Hef heirt af 3-4 íslendingum í Fernei líka…bara að renna sér! Veit einhver um þá?
Kaldar kveðjur frá Canmore29. January, 2010 at 09:14 #55089Arnar Þór EmilssonParticipantHæ hæ við vorum að skríða heim eftir frábæra ferð til Kanada. Klifruðum helling og fengum að smakka á alvöru púðri. Klifruðum meðal annars Weeping wall, Louise falls, Gibraltar wall, Bourgeau left ofl ofl. Enduðum svo ferðina á því að klifra Polar Circus sem er alveg meiriháttar leið. Aðstæður voru ágætar en mikill kuldi og stökkur ís, þónokkur snjór. Ég var hálf slappur upp alla leiðina og náði ekki hita í líkaman. Þegar við áttum eftir 2 spannir upp á brún byrjaði ég að spúa eins og múkki og var ekki alveg upp á mitt besta. Þannig að Berglind endaði á því að leiða tvær erfiðistu spannirnar og draga kallinn ælandi á eftir sér. Leiðin er 700m þar af um 500m af ís. Fyrstu spannirnar auðveldar en síðustu 5 spannirnar WI 4-5. Sigum 9 sinnum með 60m línu en hefði hentað betur í þessari leið að vera með 70m línu! Ævintýrið tók 11 klst frá bíl í bíl.
Verður gaman að fylgjast áfram með Golden genginu. Af nógu að taka fyrir þá
Myndir væntanlegar…..Arnar og Berglind
29. January, 2010 at 13:47 #55090SkabbiParticipantVelkomin heim á hið ísilagða Ísland!
Glæsileg leið hjá ykkur, hlakka til að sjá myndir. Tek að ofan fyrir Berglindi að hafa tosað kallinn upp bröttustu höftin.
Skabbi
29. January, 2010 at 14:20 #55091ABParticipantFlott hjá ykkur! Hlakka til að sjá myndir.
AB
29. January, 2010 at 15:08 #550920808794749MemberÞið hafið greinilega náð að nýta tímann vel!
Eins gott að hafa svona harða konu með sér í línu ef maður skyldi taka upp á því að veikjast í miðju klifri!
Spennt að sjá myndir, helst myndasýningu… -
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.