Home › Forums › Umræður › Skíði og bretti › Pre season fiðringur
- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
2. September, 2009 at 12:23 #47240Anna GudbjortMember
Jæja, þá er komin september, sumarið búið, haustið komið og loksins leyfilegt að fara að peppa sig upp fyrir vetrarvertíðina.
Hjá mér byrjar pre-seasonið að gera vart við sig með óvenju miklu hangsi inná síðum eins og Backcountry.com (því búnaðarkaup í ár eru like, so likely) og Biglines.com og maður horfir á trailerana fyrir nýju skíðamyndunum í staðin fyrir að fylgjast með því hvað kennarinn er að þvaðra.
Nýju trailerarnir hjá bæði TGR og Matchstick Prod lofa góðu, eins og vanalega:
(http://www.youtube.com/watch?v=Qa5T4lLJP_Y&feature=player_embedded
(http://www.youtube.com/watch?v=sm3A_3BeUbk).
Eru fleiri komnir með pre-season fiðring? Einhver stórkaup í vændum? Hvaða skíði verða heitust í ár? Verða allir komnir á hlussu rocker skíði í Bláfjöllum í vetur? Eða er það fuck Ísland og flýja til Kanada?
Kv. ein spennt fyrir vetrinum.
2. September, 2009 at 20:19 #544662205892189Memberúff þetta er hellvíti flott, Sjáumst í Kanada í vetur
2. September, 2009 at 22:37 #544672401754289MemberVetur í Kanada! Hef heirt af fullt af liði með stefnu á Golden í vetur. Góð ráð, allt stefnir í en einn El Nino veturinn þannig að ef skíðamennskan er málið…þá færi ég frekar til Revelstoke þar sem snjórinn verður betri!!! En hvað veit ég ?
Hilsen ú 30° hita í Canmore (sem er ekki skíðahöfuðborg Kanada)
F2. September, 2009 at 23:42 #544682104833659MemberEl ninorillo, það er nú bullandi hiti hérna í Kamloops i Canada. Ég og doddi búnir að vera stikna í 30°.. bíðum spenntir eftir góðum vetri og vonandi góðum snjó í kring..
Kveðjur frá Canada3. September, 2009 at 12:00 #54469Anna GudbjortMemberJá gamla góða Kanada. Vonandi að það verði aðeins betri vetur en í fyrra.
Svona fyrst að Revy kom til tals þá vil ég endilega fá að henda fram spurningu um staðin.. Nú er augljóst að þarna er first class terrain og ansi miklar líkur á góðum sjóalögum en hvernig er bærin? Ég hef heyrt orðunum lumberjack og red neck notuð ansi oft í samhengi við Revelstoke? En svo hlítur reyndar líka að vera ástæða fyrir því að staðurinn sé kallaður Revel to the Stoke.
úff, ég held það verði að vera Kanada-ferð í vetur. Sé þetta alveg fyrir mér, sitja á barnum (helst Mikes í Nelson) eftir epískan púður dag, sötra öl og horfa á Canucks vs Calgary Flames á stóra skjánum.
4. September, 2009 at 10:45 #544700111823999MemberAnna hvað ertu að gera okkur hérna í rigningarseasoninu?! Annars líst mér vel á Kanada
Frekar mikið töff video!
-
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.