Tryggingamál

Home Forums Umræður Almennt Tryggingamál

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47238
    2806763069
    Member

    Sæl

    Af einhverjum ástæðum er allt í einu mikil umræða í kringum mig um tryggingamál í klifri. Sjálfur hef ég reynt að finna einhverja lausn á þessu fyrir mig eftir að ég gafst upp á að borga Alianz í evrum.

    Ég get ekki sagt að ég hafi verið fullkomlega sáttur við þau verð sem eru í boði. Hinsvegar tel ég tvímælalaust að hér sé eitt mesta hagsmuna mál fjallamanna, ekki síður mikilvægt en ársrit og skálar.

    Ég hvet því til þess að Ísalp beiti sér í þessu og reyni í ljósi þess að í klúbbnum eru xxx félagar að kría út einhverskonar gott tilboð. Ég get sagt fyrir mig að það tryggingafélag sem tryggir mig í klifri fær líka að tryggja húsið mitt og bílinn og allt annað sem ég kem til með að viða að mér í lífgæðakapphlaupinu.

    Ég veit að ég er langt frá því að vera einn um þetta á meðal fjallamanna.

    Einn sem ég þekki er með töluvert undir hjá einu af tryggingafélögunum. Það félag tryggir hann í klifri fyrir litlar 80.000 kr aukalega á ári. Hann hinsvegar klifrar líklega ekki nema 30 daga á góðum vetri – það gerir ekki nema 2.700kr í hvert skipti. Og svo finnst mönnum ísskrúfur dýrar!
    Ef veturinn er slappur og hann nær ekki nema 20 dögum þá eru þetta einungis 4.000 spirur á dag – það er náttúrulega bara gefið!

    Í ljósi þess að meðal ísalp félagi er vart meira en 15 daga í ísklifir eða utanbrautar skíðun á ári er þetta náttúrulega algerlega út úr kú!

    Í allra besta falli ættu tryggingafélögin að bjóða upp á tryggingu sem nær til allra jaðaríþrótta, þá er markhópurinn orðin klifrar, ræðarar, fjallahjólamenn, skíðamenn etc.

    Ég bíð hér með fram aðstoð mína til stjórnar í að vinna að þessum málum – og hvett til þess að þetta sé set í forgang!

    kv.
    Ívar

    #54797
    0703784699
    Member

    Heyr heyr, gott og þarft mál.

    Því miður að þá er ég ekki hérlendis til að leggja fram mitt, en ef eitthvað sem ég get gert að þá skal ég glaður aðstoða.

    kv.Himmi

    PS: þegar ég tryggði mig síðast, þá var ég bara spurður hvort ég ætlaði að klifra erlendis, skipti þá engu hvað eða hvernig, bara að klifra erlendis hækkaði iðgjaldið. Reynsla skipti engu máli heldur né hvort maður hafi slysalaust komist í gegnum sín ár hingað til. Svo var það fyndna að ef ég óvart skráði mig í klifurferð þegar ég var á ferðalagi erlendis að þá var ég tryggður?. Hef átt þessa umræðu þó nokkrum sinnum við menn bæði innan og utan tryggingarbransann og því miður ekkert orðið ágengt ennþá. Kannski er bara málið að notast við að vera tryggður í gegnum björgunarsveitirnar og ferðast með þeim? Eða?

    #54798

    Ívar, þú ert fyrirmyndardrengur! Það er einmitt þetta sem er gott að fá, frumkvæði frá félagasmönnum og að þeir séu tilbúnir að leggja eitthvað af mörkum sjálfir. Starf (og stjórnun) klúbbsins verður alltaf flóknara og viðameira með hverju árinu og álag eykst á stjórn í samræmi við það. Því veitir okkur ekkert af allri þeirri hjálp sem býðst.

    Þetta er vel athugað með tryggingamálin. Það hafa flestir verið að pæla í þessum málum á einhverjum tímapunkti en viðmótið frá tryggingarfélögunum hefur ekki verið mjög hlýlegt í garð ísklifrara t.d. Eins og þú segir, þá erum við stór og stækkandi hópur og alveg örugglega hægt að mynda góðan þrýsting og samstöðu.

    Aðstoð þín er hér með þegin með þökkum.

    #54799
    Karl
    Participant

    Fyrir 15 árum keypti ég vinnuslysatryggingu hjá Sjóvá. Þessi trygging kostaði slatta og innifól slysatryggingar við klifur og sigvinnu á mannvirkjum og fjöllum. Ég náði síðar að útvíkka skilmálana yfir í hverskonar fjallamennsku oþmt snjóflóð.
    Ég yfirfærði síðan klifur og skíðatrygginguna yfir í frítímatryggingu. Minnir þó að ég sé ekki tryggður ef snjórinn dettur á mig -en að ég sé tryggður ef ég dett á snjóinn! Fyrir þetta borga ég hóflegt álag á hefðbundna slysatryggingu. Þetta er síðan hluti af stærri tryggingapakka á bílum, húsi ofl. Tryggingafélagið hefur reyndar aldrei þurft að borga nokkurskonar bætur vegna minna trygginga svo það hefur ekki reynt á þetta.
    Ég þreifaði e-h á tygginngamálum ÍSALP á sínum tíma og niðurstaðan þá var að tryggingarfélögin höfðu engan áhuga á þessu en það er mögulegt fyrir þá sem eru með önnur tryggingaviðskipti og góðan feril að semja um þetta sérstaklega.

    Ég þekki ekki tryggingamál Landsbjargar, en held þó að þar sé möguleiki á að hjálparsveitarmenn séu tryggðir vegna “æfinga á eigin vegum” (er þó ekki viss) -etv er slíkt fáanlegt gegn aukagjaldi.
    Etv er hagkvæmast fyrir menn að ganga í björgunarsveit og vinna sín tryggingamál þá leiðina. Kostnaðurinn er náttúrulega sárabótasprengiefnissöluskyndihjálparleitarkjaftæðið.
    Þetta gæti jafnvel verið aðferð fyrir hjálparsveitir til að halda í mannskap.

    #54800
    Björk
    Participant

    Já þetta með tryggingar þegar kemur að fjallamennsku er frekar erfitt mál. Ég reyndi að standa í þessu fyrir ca 1,5 ári síðan. Bara um leið og maður hakar við klettaklifur þá neituðu þeir að slysatryggja mig án þess að það kostaði heilmikið. Þrátt fyrir að maður segði að sportklettaklifur væri ekki hættulegt.
    Þannig að það er mjög erfitt að líf- eða slysatryggja sig þegar kemur að eitthvað af þessum sportum sem ísalparar stunda. Ég reyndi að semja eitthvað við þá en þetta stoppaði alltaf og ég fékk alltaf einhverja skilmála í hausinn um að þeir tryggðu mig nema ef ég slasaði mig í fjallamennskuslysi og þá gat ég alveg eins sleppt þessu.

    Ég er alveg til í að taka snúning á þessu með einhverjum.

    #54801
    2103844569
    Member

    Tip: become member of a foreign alpine club like the German DAV. They have good insurance and way cheaper then the Icelandic SJOVA version.
    (Or have Iceland become a member of the UIAA :)

    #54804
    0311783479
    Member

    Hae

    Eins og eg hef nokkrum sinnum geti her a isalp.is tha kaup eg fjallmennskutryggingar hja trygginga-armi British Mountaineering Council. Topp klassa trygginar og mjog god thjonusta. Eg kaupi tryggingu i hvert skipti sem eg fer ut ad leika, frekar heldur en ad vera med heilsars kover. Venjulega kemur thetta ut eins og 1pinta a dag i kostnadi.

    Eg maeli med ad ef isalp aetlar ad skoda thetta fyrir felagsmenn tha er kannski tilvalid ad hafa samband vid BMC Insurance og sja hvort their eru tilbunir i samstarf. Annars held eg ad hver sem er geti keypt tryggingu hja theim ohad busetu, tharft bara ad ganga i BMC (30pund/arid).

    Thad er nattla bara kjanalegt ad vera otryggdur a fjollum en vera kannski med a sama tima bilinn i kasko…

    kvedja
    Halli

    #54805
    Skabbi
    Participant

    Einhverra hluta vegna virðast stórir erlendir klúbbar geta boðið upp á klifur/skíðatryggingar á tiltölulega viðráðanlegu verði (BMC býður ýmsar klifur og skíðatryggingar á 100 – 150 pund árið). Hvernig þær tryggingar eru útfærðar veit ég ekki en giska á að það sé í samstarfi við e-t stórt tryggingafélag. Það mætti vel kann hvernig það samstarf varð til og er við haldið. Íslenskir ísklifrarar sem hagsmunahópur held ég að hossi ekkert sérlega hátt. Það væri nærtækara að leita til samstarfs við stærri klúbba sem eru með sín mála á tæru.

    Í því samhengi verð ég að segja að ég skautaði í gegnum síðu UIAA og gat ekki með nokkru móti fundið neitt sem bendir til þess að meðlimir þess séu á e-m sérkjörum hvað tryggingar varðar. Ef e-r veit betur má gjarnan leiðrétta það. Ef það er staðreyndin að öll þau félög sem aðilar eru að UIAA fá tryggingar á vildarkjörum held ég að það væri sterk ástæða til að þess að skoða inngöngu aftur.

    skabbi

    #54808
    Gummi St
    Participant

    Gott að fá þessi mál í umræðu, kominn tími til !

    Þegar ég fór út á sínum tíma keypti ég sérstaka tryggingu af sjóvá með aukaákvæði um ‘fjallaklifur’ eins og þeir orðuðu það. Þetta keypti ég bara fyrir þessa viku eða 10 daga sem ég var úti og kostaði einhverja þúsundkalla.

    En hér heima er ég með myndavélatryggingu fyrir allt draslið sem maður ber með sér í ferðirnar en ég hef ekki ennþá fengið neitt vit í slysatryggingu.

    Spurning um að fá viðtal við fulltrúa tryggingafélags sem er vonandi ekki að fara á hausinn og athuga hvað þeir séu tilbúnir að gera fyrir samfélagið. Fá hann í heimsókn á hópfund eða velja einhverja góða fulltrúa okkar til að fara til þeirra og ræða málin.

    kv. Gummi St.

Viewing 9 posts - 1 through 9 (of 9 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.