Dömur mínar og herrar!
Hvaða sögur fara af klifri á Saumhögg í Breiðmerkurjöklli. Hef verið til sjós útaf Breiðamerkurjökli og Öræfajökli undanfarið og þá fær maður mjög skemmtilegt sjónarhorn á jökulinn og rekur augun í ýmislegt sem ekki sést frá landi. Allavega skagar Saumhögg uppúr Breiðmerkurjökli austan Heljargnípu. Kemur eins og axarblað uppúr jöklinum, mjög klifurlegt á að líta. Hefði tekið mynd en ég átti engan kubb og allt það, reyni kannski í næsta túr að munda vélina. Allavega væri fróðlegt að vita meira um mannaferðir á Saumhöggina.