Ísklifur II

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifur II

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47040
    2806763069
    Member

    Jæja, nú er aftur komið frost á fróni…

    Ég ætlaði því að skvera af einu Ísklifur II námskeiði á laugardaginn í nafni ÍSALP og ÍFLM. Þeir sem eru skráðir á það fá póst fljótlega með frekari upplýsingum.

    Ég væri hinsvegar vel til í fréttir af ísaðstæðum í Hvalfirði og Kjós. Einhver farið í Spora nýlega?

    Ef menn liggja á upplýsingum um önnur byrjendavæn svæði í nágrenni höfuðborgarinnar væri það ekki síður vel þegið. Fljótshlíð er t.d. snilld en ég geri ráð fyrir að sóli skíni þar of sterkt??

    Kv.
    Ivar

    #55234
    0808794749
    Member

    Ísklifurnámskeið sömu helgi og Ísklifurfestival?

    #55235
    2806763069
    Member

    Kemst ekki á festival. og við erum langan lista af þátttakendum þar sem þessu var frestað um daginn. sorry!

    #55256
    Skabbi
    Participant

    Súrt að námskeiðið skuli lenda á þessum óheppilega tíma.

    Ég fór ísrúnt inn í Hvalfjörð í gær. Grafarfossinn leit ágætlega út úr fjarlægð. Lítill ís í Búahömrum, nema einna helst í Tvíburagili. Eilífsdalur mjög þurr, Einfarinn örugglega inni, kannski Tjaldsúlur en Þilið átti langt í land. Oríon var heillegur að sjá, allavega frá veginum. Múlafjall mjög þurrt, Stígandi þunnir að sjá og neðsta haftið í Rísanda íslaust með öllu. Hugsanlega heillegar línur í Leikfangalandi. Sáralítið heillegt af öðrum leiðum, líklega sökum þurrka og snjóleysis.

    Enduðum í Brynjudal, n.t.t. í Þverá fyrir ofan bæinn Þrándarstaði. Neðarlega frýs áin á nokkrum stöðum, bauð upp á skemmtilegar 20-30 metra spannir, WI 3-4. Enn ofar í gilinu eru fleiri stuttar og þægilegar spannir. Giska á að þetta sé það sem þú ert að leita að? Fórum ekkert inn í Kjós, Spori hefur örugglega verið góður í gær an hefur eflaust safnað miklum snjó í dag og nótt.

    Eníhú, góða skemmtun um helgina, ég skal skála fyrir þér í pottinum…

    Skabbi

    #55259
    Arnar Jónsson
    Participant

    Held að þið hefðuð átt að kíkja í Glymsgil. Það voru svipaðar aðstæður fyrr í vetur þar sem Múlinn, Eilífsdalur og Brynjudalurinn voru mjög íslitlir og ekki neitt sérlega fýsilegir til klifurs. En í Glymsgili var hinsvegar mun meiri ís en þetta er alltaf svo breytilegt.

    Sjáumst fyrir austan,
    Arnar

Viewing 5 posts - 1 through 5 (of 5 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.