Skútuskíðaferð – tilboð til Ísalpara

Home Forums Umræður Skíði og bretti Skútuskíðaferð – tilboð til Ísalpara

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46941
    0304724629
    Member

    Við hjá Borea Adventures á Ísafirði gerum út stærstu seglskútu á Íslandi sem við notum á vorin í skíðaferðir í Jökulfirði. Einhverjir Ísalparar hafa komið með og upplifað herlegheitin en í raun alltof fáir. Því langar okkur að bjóða Ísölpurum sem áhuga hafa að koma með í megadílferð fyrir páska. Lagt verður úr höfn mánudaginn 6. apríl og komið í land föstudaginn 10. apríl. Þetta eru því einungis þrír vinnudagar því fimmtudagur er skírdagur og svo föstudagurinn langi. Það er ávallt mikið stuð á Ísafirði um páskana; Skíðavikan og svo auðvitað Aldrei fór ég suður sem er stanslaust tónlistarpartí frá föstudagskvöldi fram yfir miðnættti á laugardag. Hér er því upplagt tækifæri til að slá tvær flugur í einu höggi.

    Verð: 90.000
    Innifalið er auðvitað leiðsögn, allur matur og drykkir (líka áfengir en bara í hæfilegu magni!) og almenn skemmtilegheit.

    Ísalparar hafa í gegnum tíðina ekki látið sig muna um fleirihundruðþúsunda leiðangra til Fjarskanistan. Slíkt er kannski minna sexí þessa dagana og frábær skíðaferð innanlands á örugglega meira við.

    Ef einhverjir vilja koma seinna t.d. í maí, þá má örugglega skoða það í rólegheitum.

    Endilega kíkið á myndir á http://www.boreaadventures.com og assgoti flott vídjó hér: http://www.facebook.com/home.php?#/video/?oid=34594529614

    Skoðið sérstaklega Backcountry skiing in Hornstrandir

    kv
    Rúnar Karlsson
    Borea Adventures
    869 7557

    P.s. ég fékk leyfi hjá formanninum til að pósta þessu. Takk Freysi.

    #53848
    0703784699
    Member

    Klárlega mæli með svona ferð f. brettara og skíðara (hvort heldur telemark eða fjalla)….

    Rúnar heldur svo sannarlega uppi fjörinu með gítarglamri og Siggi eldar dýrindismat í mannskapinn,

    Hlakka til að heyra ferðasögurnar,

    Gimp

    #53849
    Karl
    Participant

    Er það satt Rúnar að þú hafir íhugað að hætta á Veðurstofunni í kjölfar skipulagsbreytinganna?

    Ég heyrði að í skipulagsbreytingunum hafi verið lagt til samhæfðar reglur um tölvupóstföng starfsmanna.
    Reglurnar gengu út á að not þrjá fyrstu stafi eiginnafns, + þrjá fyrstu stafi föðurnafns + 3 fyrstu stafi starfsheitis…..

    RÚNar KARlsson SÉRfræðingur @ vedur.is !!

    #53850
    Gummi St
    Participant

    úff…. á ekki einhver fjallaskíðaskó nr 47 handa mér þannig að ég geti farið ?

    #53851

    Ég á eina nr. 46 Gummi ef það hjálpar:)

    #53852
    Gummi St
    Participant

    hehe… væri til í að testa þá ef þú vilt losna við… er með 895-3980

Viewing 6 posts - 1 through 6 (of 6 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.