Banff könnun

Home Forums Umræður Almennt Banff könnun

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46874
    Freyr Ingi
    Participant

    Hæ og takk fyrir skemmtilega kvöldstund í Mörkinni í gær.
    Mig langaði að kanna hvaða mynd væri að standa upp úr eftir gærkvöldið?

    Valið stendur á milli:
    Dosage V: Meltdown – Beth Rodden að klifra 5.14c dótaklifur

    Elements – A Slackline Adventure – Þýskir slakkarar í fallegu umhverfi

    The Unbearable Lightness of Skiing – Kanadískir fjallaskíðarar að gera framúrstefnuleg skíðamissjon

    The Sharp End: Base Solo – Steph Davis, Dean Potter ofl. að vera regnboginn

    Daily Strips – Frakkar að prakkarast

    Patagonian Winter – Andy Kirkpatrick og Ian Parnell storka örlögunum í vetrarríki Patagoniu og sofa í snjóholum sem jafnvel King yrði stoltur af.

    New World Disorder VIII: Smack Down – Fjallahjólamyndin

    kv,

    Meira góðmeti á morgun, sami staður!

    #54188
    1108755689
    Member

    Patagonian Winter. Frábær mynd.

    #54189
    Páll Sveinsson
    Participant

    Línudans og hjólahopp er einna lengst frá mínu áhugasviði.
    Einnig var merkilegt hvað tveir bretar með húmorinn í lagi náðu að halda athyglini þrátt fyrir að gera ekki neitt í 30 mín.

    Annars voru bleiku buxurnar í hlé laaaang flottastar.

    kv.
    Palli

    #54190

    Allt frábærara myndir. Einna rosalegust var Base-solo… að sjá þessa gaura í “fly-suit” sleikja klettana, náttúrulega snargeðveikt lið. Svo magnað að sjá þau sólóa upp og hoppa niður. Þetta eru naglar.

    #54191
    2006753399
    Member

    Snilldarmyndir flestar, eina kvörtunin er að sitja inni í þessu veðri!

    #54192

    Betra að sitja en standa ;)

    #54193
    Sissi
    Moderator

    Sharp End, Andy og Ian söffera (þrátt fyrir að hafa séð þær áður).

    Væri samt mega til í hallandi sal (sá engan texta t.d. fyrir einhverjum hausum) og popp. En það er náttúrulega kreppa og eitthvað sjitt.

    Annars heildarvalið þetta kvöld fínt, ekkert sem manni drepleiddist yfir eins og stundum áður (skúmaveiðar einfættra kvenna í suður fjarskanistan – menning)

    Palli var mjög myndarlegur í buxunum, ég sá að stelpurnar bráðnuðu. Er séns að plata hann til að koma í þeim í kvöld?

    S

    #54194
    Skabbi
    Participant

    Persónulega var ég hrifnastur af Meltdown, e-ð svo hrikalega heillandi við að sjá þessa agnarsmáu konu garga sig upp hetjuleiðir í Yosamite. Enda get ég ekki beðið eftir að “desperately stab my fingers into thin cracks” í Gerðubergi á morgun!

    Svo var öll snjóhúsagerðin líka áhugaverð, í ljósi undangenginna umræðna.

    Allez!

    Skabbi

    #54195
    Arnar Jónsson
    Participant

    Held að mér hafi þót mest gaman af Sharp End og Patagonian Winter, Andy klikkar ekki þrátt fyrir að hafa ekki gert neitt :)
    Annars var báðar skíðamyndirnar bara nokkuð skemmtilegar þá frekar þessi með UFO drazlinu.. hafði alveg húmor fyrir því :)

    Kv.
    Arnar

    #54196
    0808794749
    Member

    Ég held ég verði að taka fram nokkrar senur í nokkrum myndum.

    ,,Fly-suit” dying flying senan úr Sharp end.

    Andy að tala um regnbogann í Patagonian winter.

    Brjáluðu Frakkarnir sem beisuðu frá skíða-paraglide gaurnum.

    Þetta voru mínar uppáhaldssenur.

    Fyrir utan að sjálfsögðu myndbirtinguna af Palla á bleikum buxum.
    Veit ekki hvernig mér tókst að gleyma þeirri mynd í upptalningu á verðlaunamyndum í ljósmyndasamkeppni ÍSALP.

    #54197
    2006753399
    Member

    “…so instead of dying, I was flying!”

    #54198
    2704735479
    Member

    The Unbearable Lightness of Skiing -ótrúlegt en satt!!

    kannski af því ég var búin að sjá allar klifurmyndirnar. Líklega hefði Steph Davis staðið upp úr. Hún er hetja.

    Annars allt ótrúlega skemmtilegar myndir. Vel valið!! Takk fyrir mig.

    #54199
    Freyr Ingi
    Participant

    Steph Davis er klikk,
    sögumaðurinn í skíðamyndinni var sniðugur.

    “what ever you do, don´t turn left”

    #54200
    Sissi
    Moderator

    Minnir á hina ótrúlega mögnuðu klassíku ræmu Better of dead:

    “Go that way, really fast. If something get’s in your way…
    …turn!”

    http://www.youtube.com/watch?v=AlEYRjlVtjg (spóla á 0:47)

    En hver er annars þessi Kalli Ingólfs?

    Og ég hélt að Lynn Hill væri aðal kvenklifurhetjan? Steph er vissulega geðveikt klikk, sérstaklega fyrir þá sem vita ekki að hún er orðin miklu eldri en 14 ára. Megasvöl!

    S

    #54201
    Sissi
    Moderator

    Nei djók, það er Beth Rodden sem fær ekki að kaupa malt úti í sjoppu vegna unglegs útlits…

    Valshamar var nice í dag, hvernig gekk í Gerðubergi?

    #54202
    Björk
    Participant

    Það var frábært í Gerðubergi. Gaman að sprunguklifra.

    myndir: http://picasaweb.google.com/bjorkh/GerUberg#

    Frábær dagur.

    #54203
    Skabbi
    Participant

    Hvað fannst fólki standa uppúr seinni kvöldið?

    Mér hefur alltaf þótt paragliding nett gay, en djöfull var þetta töff stöff í fyrstu myndinni, Beyond Gravity.

    Svo var Sharp End; Eastern Europe líka blátær snilld. Maður sér boltunarumræður hér heima aðeins í nýju ljósi þegar maður pælir í klifursiðferðinu þarna úti.

    “If you fall, you can become legend. Or break leg. Which can also be funny!”

    “Céch people drink alot of beer. Not alot ALOT, but 8-10 beers a day is standard”

    Allez!

    Skabbi

    #54204
    Björk
    Participant

    Ég meikaði varla að horfa á þetta lið í Kanada hoppa ofaní þessa hyli í Cliff Notes, ég þurfti að halda fyrir augun.

    Fannst bouldermyndin skemmtileg, The Sharp End: Lisa Rands.

    #54205

    Play Gravity var rosaleg. Svo voru þessir hjólaguttar magnaðir, maður bara skilur ekki hvernig þetta er hægt. Hjólandi sem dæmi ofan á örmjóum slökum keðjum eins og ekkert sé. Þeir voru reyndar hissa á því sjálfir að þeim hafi tekist það… “Did this really happen?”

Viewing 19 posts - 1 through 19 (of 19 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.