Skíðatími

Home Forums Umræður Skíði og bretti Skíðatími

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46870
    0801667969
    Member

    Bendi mönnum á gott skíðafæri í Bláfjöllum og góða spá næstu daga. Opnuðum í gær eftir smá hláku kast. Fjallið var svo glerjað í gær vera þurfti á broddum við að merkja skíðaleiðir. Seinni partinn gerði svo duglega snjókoma með flottu færi.

    Mjög lítinn snjó tók hér upp í hlákunni og sums staðar bætti bara í hvernig sem á því stendur. Kannski er frostmark farið að færast ofar á hitaskalann. A.m.k. hafði verulega bætt í snjó kringum girðingar þegar menn loks sáu til og gátu farið að skoða Fjallið. Snjóbúskapur er því með besta móti.

    Kv. Árni Alf.

    #52476
    0808794749
    Member

    tókum nokkrar frábærar bunur í kóngsgilinu í gær. léttur snjór ofan á ís. gerist varla betra í bláfjöllum!

    #52477
    1108803169
    Member

    Erfitt en gaman að heyra þetta héðan úr blíðunni, 20 stiga hiti. Bíð spenntur eftir vetri.

    Kiwikveðja, Nils….

    #52478
    0801667969
    Member

    Bláfjöll 23 feb. kl: 8:00.

    Lítur út fyrir góðan dag. Utanbrautar er púður ofan á mjög hörðu lagi. Svellfínt. Gönguskíðamenn ættu einnig að nota tækifærið og nota frábæra göngubraut eftir að Bláfjallagangan hefur farið fram (gangan byrjar kl. 13:00. Um er að ræða 10 km. braut. Hin hefðbundna 15 km braut verður einnig til staðar.

    Kv. Árni Alf.

    #52479
    0801667969
    Member

    Bláfjöll 23 feb. kl. 18:00

    Dagurinn byrjaði frekar grámyglulega og smá golu. Seinni partinn rofaði til og nú litar kvöldsólin brekkur, heiðar og hraun gullfallega gulum blæ í stafalogni. Flottast af öllu flottu er að fara 10 km. keppnisbrautina í kvöldsólinni.

    Kv. Árni Alf.

    Fyrrverandi Reykjavíkurmeistari í skíðagöngu (1978).

    #52480
    0801667969
    Member

    Það má svona til gamans geta að ég keppti fyrir ungtemplarafélagið Hrönn á þessum tíma. Skíðin voru af tegundinni Gresshooppa og úr tré. Keppnin fór fram í Skálafelli en þar er skáli Hrönnunga einmitt staðsettur. Man ekki eftir að hafa sótt stúkufundi neitt sérstaklega stíft. Þetta rifjaðist nú bara upp þegar keppni í skíðagöngu ber á góma.

    Kv. Árni Alf.

    Fyrrverandi ungtemplari.

    #52481
    0801667969
    Member

    Bláfjöll 24 feb. kl. 10:00

    Fallegur dagur í aðsigi. Mögnuð sólarupprás við Eyjafjallajökul nú áðan. Hér er 6 stiga frost, logn, léttskýjað með örstuttum éljabökkum. Víðast mjúkur snjór sem marrar í. Virkilega gott færi. Mæli enn og aftur með 10 km. gönguskíðabrautinni sem þvælist um gígana við Suðursvæðið.

    Kv. Árni Alf.

    #52482
    0808794749
    Member

    takk fyrir fréttir live úr fjallinu!

    #52483
    0801667969
    Member

    Bláfjöll 26 feb. kl 15:00

    Flott veður og færi.

    Kv. Árni Alf.

    #52484
    0801667969
    Member

    Bláfjöll 28 feb. kl. 16:00

    Massað púðurfæri. Gengur á með smáéljum en annars bara sól og blíða. Eitt besta færi vetrarins.

    Kv. Árni Alf.

Viewing 10 posts - 1 through 10 (of 10 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.