Ekki ný leið í Skessuhorni

Home Forums Umræður Klettaklifur Ekki ný leið í Skessuhorni

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46708
    Stefán Örn
    Participant

    Í tilefni menningarnætur ákváðum við Andri að kveða niður lítinn draug og skellum okkur í Rifið í Skessuhorninu. Kváðum við niður drauginn þann eftir dágóða baráttu. Sjálfsagt langt síðan leiðin var klifin að sumri til og kannski ekki skrítið, bergið mun seint vera talið það traustasta. En hressandi var þetta engu að síður.

    Steppo

    #48926
    Siggi Tommi
    Participant

    Væntanlega eitthvað verið um fljúgandi hnullunga í tilefni dagsins.
    Það hefur enginn fengið hálft bjargið í fangið eða slíkt?
    Er þetta ekki eitthvað í stíl við Vesturbrúnirnar, þ.e. gönguskóaklifur með rífandi alpafíling og alvarleika því samfara?

    #48927
    Stefán Örn
    Participant

    Einn eða tveir hnullungar fundu sér nýjan viðverustað neðar í brekkunni þótt hvorugur okkar hafi fengið hálft bjargið í fangið. Í Vesturbrúnum er ég bara búnin að fara Heljareggina og er Rifið tvímælalaust mun alvarlegri leið. Við vorum báðir í túttum og hefðum hvorugur viljað vera án þeirra. Vissulega hægt að böðlast þetta í gönguskóm en klifrið er þægilegra og mun skemmtilegra í túttum.

    Myndir af ferðinni má finna hér: http://gallery.askur.org/album210

    #48928
    Ólafur
    Participant

    Þvílíkar kempur…þetta líst mér á!

    Þið hafið væntanlega klifið þetta í bómullaranorökkum með hampiðjukaðal bundinn um mittið? Endurreis íslenska drulluklifursins er handan við hornið og alpa-andri de niro fer fremstur í flokki.

    Fyrst Virkið, svo Rifið … hvað næst?

    -svenson

    #48929
    AB
    Participant

    Jújú, Hampiðjukaðalinn var með í för, sem og forláta eldiviðaröxi eins og sjá má á myndunum.

    Þetta var svaka ævintýri, gömlu kallarnir voru greinilega með hausinn í lagi. Í den var þessi leið oft farin og þótti ansi góð, minnir að ég hafi líka lesið um að Snævarr hafi einfarið hana.
    Ánægjan úr klifrinu sjálfu var ekki gríðarleg, en það var gaman að komast upp þessa flottu línu á þessu fallega fési, alveg þess virði. Einna helst grjóthrun af okkar eigin völdum sem var okkur til ama. Sammála Steppo, mun hættulegri leið en t.d. Heljaregg.

    Gaman væri að vita hvenær hún var síðast farin að sumri til. Einhver sem veit það?
    Leiðin er víst mjög góð að vetri til eins og Ívan Hardcore minntist á síðasta vor, að hans mati besta vetrarleiðin í veggnum ef ég man rétt.

    Kv, AB

    #48930
    2806763069
    Member

    Ekki laust við að maður verði smá montin þegar ungu hot-shotunum finnst leið sem ég gædaði í mannbroddum og hönskum alvarleg. Amk var kúnin sáttur og kemur aftur í vetur að klifra meira. Held mig annars við veturinn enda feitur allstaðar nema á lærunum eftir met vertíð í Skaftafelli.

    #48931
    0703784699
    Member

    heldur þig við veturinn(endemis vitleysa er þetta nú)…..heyrði það á förnum vegi að þér væri farið að förlast eitthvað hin seinni ár og ætaðir að flýja vetrarkonung hér á íslandi og fara til Kiwi landsins í sumarið til að vinna.

    Ekki harðari en það að elta sumarið einsog gamla fólkið????

    #48932
    2806763069
    Member

    Svona er þetta, fer að hafa aftur vetrarsetu hér þegar helv. golfstraumurinn lætur sig hverfa og það fer að frysta almennilega.

    Þetta golf hefur aldrei neitt gott í för með sér!

    p.s. Svo er maður líka að verða gamall, hárinn farinn að grána og sí erfiðara að halda bumbunni í skefjum.

Viewing 8 posts - 1 through 8 (of 8 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.