Home › Forums › Umræður › Skíði og bretti › Tindfjöll um liðna helgi
- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
3. February, 2009 at 16:45 #466130808794749Member
Margmennt var í Tindfjöllum um liðna helgi.
Nýliðar Flugbjörgunarsveitarinnar voru þar við námskeið og æfingar ásamt nokkrum inngengnum sem slæddust með.Á laugardag tókum við stefnuna á Einbúa (eða Tindinn eins og hann er nefndur á kortum og í Tindfjallaleiðarvísi í 10. og 11. tölublaði Ísalp, árg. 79).
Ég, Heiða, Elsa og Atli Þór skinnuðum frá Tindfjallaseli Flubbanna meðan nýliðar (B2) öxluðu sínar byrgðar fótgangandi. Stefnan var tekin í austur, sunnan Bláfells og Gráfells allt þar til við tók hryggur sem liggur suður frá Einbúa. Þar var tekist á við brattann, allt þar til hann var orðinn aðeins of mikill en þá var broddum smellt undir. Við komum að rótum Einbúans er sól var að hníga við viðar. Aðstæður til uppferðar voru ekki kræsilegar, snjór í lágmarki og alls ekki harður. Því var ákveðið að reyna ekki við tindinn. Þrátt fyrir það fengum við magnað útsýni, enda veður hið besta allan daginn, kannski 5 stiga frost, logn og bjart.
Ég og Atli spottuðum girnilega skíðaleið og gátum að sjálfsögðu ekki látið hana óskíðaða. Skíðuðum við niður annað gilið í suður frá Einbúanum en það leiddi okkur ofan í risaskál. Fullyrði ég að þetta er ein af flottari skíðaleiðum sem ég hef farið.
Restin af hópnum skíðaði/gekk tilbaka sömu leið og við komum.Töluvert er af snjó í Tindfjöllum og var mögulegt að skinna alla leið úr Fljótshlíð þó að grjót hafi stundum gerst full ágeng við botnana.
Snjórinn í skálinn var þó allra bestur en þar var að finna púður og létt vindpakkaðan snjó til skiptist.
Sumsé helber snilld!Hlakka ég mikið til næsta vetrar þegar skálinn okkar verður kominn upp eftir. Það mun bæta aðgengið til muna.
4. February, 2009 at 13:07 #53716Steinar Sig.MemberNokkrar myndir úr ferðinni hér.
http://www.flickr.com/photos/steinarsig/sets/72157613276050973/
Skyggni var svo gott að við Tindinn var útsýni að Hvannadalshnjúk í austri og Esjunni í vestri. Ekki amalegt það.
4. February, 2009 at 14:06 #537173103833689MemberJá takk fyrir fanta fína helgi!
-
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.