Diamir Fritschi vesen

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Diamir Fritschi vesen

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46537
    1908803629
    Participant

    Í þá mund sem ég hélt að ég yrði með fyrstu mönnum til að skíða Bláfjöllin um helgina á fínu (og gömlu) fjallaskíðunum tók hællinn á Fritschi bindingunum upp á því að brotna… Bara sísvona þegar ég steig í bindingarnar.

    Ekki beinlínis það sem maður vill lenda í í upphafi vetrar en spurningin er, hvernig reddar maður þessu?

    Hafa einhverjir reynslu af svona löguðu og geta bent á þægilegustu leiðina til að laga þetta? Er hægt að fá varahluti eða þarf kannski að splæsa í nýjar bindingar? Of svo er alltaf spurningin, þó að hægt sé að laga gripinn er spurning hvort meira vit sé í því að fá nýjar bindingar – í stað þess að bíða eftir að eitthvað annað bili í miðri salíbunu.

    #55754
    1001813049
    Member

    Sæll

    Ég myndi byrja á að athuga hvort Gauti í Útilíf í Glæsibæ eigi það sem brotnaði til að skipta því út.

    Kv. KM

    #55760
    3110665799
    Member

    Sælir
    Gauti væri sá líklegasti til að eiga og þá vita hvernig megi nálgast varahluti.
    Líklega er aldur bindingana farin að segja til sín, sem útskyrir brotið, plastið harðnar með árunum og verður viðkvæmt fyrir kulda.
    Ef þú átt möguleika á að fjárfesta þér í nýjum plasthlutum þá ættir þú að geta endurfært bindingarnar. Annars nýrri eða nýjar.

Viewing 3 posts - 1 through 3 (of 3 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.