- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
28. September, 2004 at 16:52 #465082806763069Member
Nýtti mér góðar aðstæður og skellti einu gömlu meti með því að fara á Hnjúkinn á 2:53:36
Nokkuð viss um að þetta er íslandsmet og finnst ekki leiðinlegt að eiga eitt svoleiðis.
Heildar ferðin tók 5 tíma og 13 mín bíl í bíl og ég fór Sandfellsleiðina. Einn klifrari/fjallaleiðsögumaður hefur nú þegar gefið það út að hann ætli að bæta tíman og því vonandi að þetta met standi ekki eins lengi og það gamla.
Aðstæður á Öræfajökli eru með best móti.
Ívar
28. September, 2004 at 23:39 #489640703784699Memberog var enginn annar með í för?
var farið “solo” á hnjúkinn?
Til hamingju með tímann, gott að vera nákvæmur uppá sec….
Gimp
29. September, 2004 at 09:06 #489652806763069MemberEinn á ferð.
Af gefnu tilefni skal tekið fram að ég beið eftir ákjósanlegum og öruggustu mögulegum aðstæðum og ég hef því engan áhuga á að heyra einhvern samanburð við Heimskasta fjallamann landsins sem beið eftir að sjoppan opnaði til að geta keyft samloku og rölti svo upp í strigaskóm og sólbráð.
Kærastan fylgdist svo með öllu í sjónauka að neðan svo ég gæti ekki svindlað á tímanum.
Veit einhver hver tíminn hans Guðmundar Helga var svona um það bil (nákvæmar en 3 og hálfur) og hvenær hans met var sett?
29. September, 2004 at 09:20 #489660703784699Membervar tekið lyfjapróf á þér eftir þetta?
það var enginn að minnast á “heimskasta fjallamann landsins”, en fyndið að þú skildir líta á það þannig!!!!!
en enn og aftur til hamingju, mig svíður í lungun við að hugsa um þetta……
Fór Guðmundur Helgi ekki á skíðum upp?
29. September, 2004 at 09:35 #489672005774349MemberJaá varstu bara að reyna að slá met.
Ég hélt að þú hefðir einfaldlega misst þolinmæðina, gargað á hópinn sem þú varst að leiðsegja “þið eruð aumingjar” og stungið síðan af.
Annað eins hefur nú gerst.Glæsilegur tími, til hamingju.
HRG ÚA
29. September, 2004 at 12:58 #48968ABParticipantTil lukku, flottur tími. Veit ekki nákvæmlega tímann hans Helga. Fór hann líka Sandfellsleiðina?
Massíft,
Kv, AB29. September, 2004 at 16:36 #48969HrappurMemberÉg sett nýtt Íslands met 1 mínut og 17 sekúntur frá útidyrunum og að afgreiðslu borðinu í Sjoppuni. Setti ekki annað met við að skrifa þetta! Er að vinna í því
P.s. Keypti sígrettupakka í búðini, kjör aðstæður var orðinn mjög tóbaksþurfi + 10 metra/s meðvindur.
P.p.s Var 1 mín og 24 sek að lesa þessar greinar hér fyrir ofan.
Lifum hratt og tökum tímann!29. September, 2004 at 16:39 #489701704704009MemberÞað er þjónar engum tilgangi að bera sig saman við fyrri met sem voru sett þegar jökullinn var 2119 m.
30. September, 2004 at 15:28 #489710704685149MemberÞað er nú ekki hægt að bera sig saman við tímann hjá Helga. Það væri eins og að bera saman tíma í 100m sundi og svo 100 m. hlaupi. …Skíðamennska er listgrein og það er ekki keypt í þeim að neinni alvöru eins og menn hafa séð á Telemarkmótinu. Þar eru allir vinir þótt notaðar eru umdeildar aðferðir til að fella andstæðinginn…
…flott hjá þér.
kv.
Bassi30. September, 2004 at 17:47 #489722806763069MemberGræjum kannski þetta skíðamet með vorinu, en get lítið gert í að hóllinn hefur lækkað!
Var líka hugsað til þess að GH skemmti sér betur á niðurleiðinni, ekki bara vegna skíðanna heldur líka vegna samfylgdar við ónefndan Everestfara sem hafði víst ætlað að setja metið í upphafi, en gamli refurinn sem ætlaði bara að fylgja honum varð víst á undan. En þetta eru bara kjaftasögur sem maður heyrir í dimmum húsasundum og kannski lítið að marka þó skemmtanagildið sé ótvírætt.
1. October, 2004 at 10:35 #48973AnonymousInactiveSæll Íbbi til hamingju og velkominn í hóp Íslandsmethafa.
Kveðjur Olli1. October, 2004 at 19:30 #489740405614209ParticipantTil hamingju Ívar – gott framtak og gott met.
Er ekki tilvalið að Ísalp standi fyrir hraðakeppni á toppinn næsta vor? Keppt í 2 flokkum: Skíði og fráir fætur.
Kveðja
Halldór formaður2. October, 2004 at 10:18 #48975ÓlafurParticipantSkíði eða ekki skíði…eina vitið er náttúrulega að mæla tímann frá bíl og niðrí bíl aftur.
2. October, 2004 at 21:18 #489761110734499MemberGlæsilegt met Ívar og til hamingju með það. Þú ættir að spyrja Olla hvort Íslandsmethafar eigi ekki tilkall til styrks úr afreksmannasjóði. A.m.k. ertu vel að því kominn !
Kv. D
2. October, 2004 at 21:27 #489771110734499MemberEftir því sem ég man best setti Helgi gamla metið á vordögum 1994 í sólbráð og steikjandi hita. Hann fór Virkisjökulinn og fróðlegt væri ef einhver staðkunnugur gæti upplýst um gengna/hlaupna/skíðaða km á hvorri leið.
3. October, 2004 at 03:29 #48978HrappurMemberÁ ekki að mæla tímann frá Reykjavík? og upp á hnjúk ‘eg hef séð Guðmund keyra og ég held að ‘Ibbi verði að fá sér vængi
4. October, 2004 at 10:33 #489791704704009MemberÞetta er akkúrat málið; að Ísalp standi fyrir keppni á Hnúkinn. Stjórnin ræði nánar og riggi þessu upp.
4. October, 2004 at 13:10 #489802806763069MemberÞað verður þá að keppa í liðum þannig að menn séu í línu. Annars góð hugmynd og ég mun gera mitt besta til að verja titilinn.
Fáið svo bara einhverja björgunarsveit til að sjá um öryggið (hífa fólk upp úr sprungum) þá þurfa menn ekki að kunna línuvinnuna til að geta keppt.
5. October, 2004 at 19:51 #489810405614209ParticipantÞá er það ákveðið: Það verður Hnúksmeistarakeppni vorið 2005. Menn og konur hafa tíma til vors að komast í keppnisform. Stjórnin sest yfir þetta á næsta fundi og reynir að splæsa saman tillögum að keppnisreglum.
Það er t.d. hægt að merkja/flagga leiðina þannig að þó að það sé þokuspá þá er samt hægt að keppa. Svo mætti setja mannskap við sprungur (ef einhverjar eru) og því minni hætta á ferðum.
Nánari fréttir/upplýsingar birtar eftir næsta stjórnarfund.
Minnum jafnframt á dagskrárliði og hvetjum menn til þátttöku. Ísinn er ekki langt undan og það fer hver að verða síðastur að koma sér í form.
Kveðja
Halldór formaður5. October, 2004 at 22:16 #48982HrappurMemberVissi ekki að ísklifrarar kæmu sér í form! Er kannski verið að tala um að þeir séu búnir að safna á sig vetrarforðanum
6. October, 2004 at 10:29 #48983AnonymousInactiveÍsklifrarar þurfa að safna mör til að komast upp ísinn. Verða feitir og sleipir til að renna vel upp á við. Hrappur þú kannast við þessi margfrægu orð frá vini okkar honum Darvin “Survival of the fattest!!!” það eru orð sem eiga vel við í vetrarkuldum hér á landi ísa og elds. Þegar maður er orðinn feitur er komið almennilegt form á mann en kannski fer minna fyrir líkamlegu formi.
Kveðja Olli feiti6. October, 2004 at 14:35 #489840405614209ParticipantHa-var-lagið!!!
Dóri Bumba
-
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.