Ísklifurfestival

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifurfestival

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46467
    Anonymous
    Inactive

    Ég ætla að vera svo frakkur að leggja til að forráðamenn Ísklifurfestivalsins endurskoði afstöðu sína varðandi staðsetningu á Ísklifurfestivalinu. Ég legg til að ef verðu heldur áfram eins og verið hefur undanfarið að fyrsti kostur verði Skaftafell(Öræfasveitin) og annar kostur verði Haukadalur. Ég veit að það væri mjög gaman að hafa þessa klifurhátíð okkar í Köldukinn og gaman að vera öll á sama stað EEEEEN það stendur til að nokkrir útlendingar verði meðal klifrara og ég tel að það verði ekki næg krefjandi verkefni í Kinninni þar sem aðstæður verða örugglega þannig að þarna verður orðin mikil íssöfnun þannig að leiðir eru ekki eins brattar og krefjandi og einnig að þar er sáralítið un möguleika á mixuðu klifri(eins og ákveðinn útlendingur er sérfræðingur í). Möguleikar á nýjum leiðum í Öræfasveitini virðast vera endalausir en á móti kemur að aðkoma verður erfiðari og hópurinn verður dreifðari. Ég er alveg viss um að þeir sem koma hér til lansins gagngert til að klifra vilja alveg örugglega eiga möguleika á að klifra nýjar leiðir og kippa sér ekki upp við það að þurfa aðeins að labba. Í Haukadalnum mundi hópurinn einnig tvístrast en þar eru leiðir til sem eru það erfiðar að þær mundu verða verðugir kostir fyrir útlendinga til að glíma við. Ég hef persónulega ekkert á móti Köldukinn en er að hugsa um þetta yrði betri kostur fyrir alla þó ég vildi gjarnan koma niður úr klifurleið og fara beint í heita kjötsúpu í Nanook tjaldinu eins og um árið.

    #47695
    2806763069
    Member

    Ég er sömu skoðunar og Olli. Ég tel það einnig mikilvægt að nota þetta tækifæri fyrir klifur á Íslandi og reyna að gera svona ofurspöðum eins auðvelt fyrir og hægt er að skilja eftir sig ekki bara nýjar leiðir heldur verkefni fyrir íslenska ofurklifrara framtíðarinnar að glíma við.

    Vonandi tekur stjórninin þessa tillögu til íhugunar.

    Ég tel einnig að stór kostur við Öræfin séu nálægð við Klaustur þar sem er mikið af mögnuðum mix-möguleikum séu aðstæður þar. Mín tillaga er að byrja festivalið jafnvel með viðkomu á Klaustri á fimmtudeginum séu einhverjar aðstæður þar.

    Gaman væri einnig að fá að heyra skoðanir fleirri aðila á þessu máli.

    kv.
    Ívar

    #47696
    0311783479
    Member

    Ég er sammála Ívari og Olla, sér í lagi þar sem búið er að bjóða heimsklassaklifrara til landsins þá verður kúbburinn að leggja sig í líma við að finna stað sem býður upp á verðug verkefni fyrir kappann. Þó svo að ég hafi ekki komið á neitt ofangreindra klifursvæða og hvað þá heldur að ég sé dómbær um hvað sé verðugt fyrir gestinn þá held ég að við verðum að miða útgangspunkt festivalsins við hann og hlusta á hvað okkar bestu klifrarar leggja til í þeim efnum.
    Tek undir með Ívari að fleiri tjái sig um þetta, enda á umræðusíðan að endurspegla skoðanir félagsmanna til þess sem efst er á baugi hverju sinni innan fjallmennskunar hér á landi.

    #47697
    Stefán Örn
    Participant

    Fínt að hafa þetta í Öræfasveitinni eða Haukadal

    #47698
    Páll Sveinsson
    Participant

    Öræfasveitinn er flottust.

    #47699
    0405614209
    Participant

    Ég legg til að málið verði rætt á aðalfundinum undir önnur mál.

    Annars líst mér stórvel á Öræfasveitina og er búinn að leita um allan ættfræðigrunnin til að sjá hvort að ég sé ekki tengdur í sveitina og geti gert tilkall til lands þarna.

    #47700
    0311783479
    Member

    Já góður punktur Halldór

Viewing 7 posts - 1 through 7 (of 7 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.