Hnefi og Pöstin

Home Forums Umræður Klettaklifur Hnefi og Pöstin

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46442
    Siggi Tommi
    Participant

    Sælir klifrarar!

    Fór með félaga mínum í leiðangur um helgina í leit að hinum án efa merkilega kletti Hnefa en varð ekki þeirrar gæfu aðnjótandi að finna hann. Lýsingin á staðsetningu hans er frekar bágborin í tópóinu frá Ísalp þannig að ég ætlaði að lýsa eftir ítarlegri lýsingu á leiðinni að grjótinu.
    Einnig hef ég áhuga á að kíkja í Pöstin en vantar bæði tópó og leiðbeiningar um hvernig maður kemst þangað.

    Takk fyrir!

    #47949
    0311783479
    Member

    Ég hef nú ekki sjálfur komið í Hnefann en Bjössi Baldurs sagði mér nú einhvern tíman að boltarnir þar væru líklega orðinir ryðgaðir og varasamir.
    Pöstin er fínt svæði með boltuðum og leiðum tryggðum með dóti. Þetta eru klettar sem eru alveg við þjóðveg nr. 1 ca. 30 metra fá honum, leiðbeiningarnar í tópónum eiga að duga til að finna þetta en þegar maður er kominn að Þorvaldseyri og Seljavöllum þá er maður búinn að fara framhjá Pöstinni. Best er að koma auga á klettana þegar maður er á vesturleið eftir þjóðveginum. En ef þú ert búinn að keyra alla leiðina þangað þá munar þig ekkert um að skella þér á Hnappavelli ;o)

    Vona að þetta hjálpi þér eitthvað.
    -kveðja
    Halli

    #47950
    1506774169
    Member

    Ef ég man þetta rétt þarftu að fara yfir markarfljótið til að komast i pöstina. Þegar þú ert búinn að keyra í 7-10 mínútur fram hjá fljótinu kemurðu að bæ sem heitir hvammur. Þar stendur dálítið áberandí hóll við veginn og er pöstin í skorunni þar bakvið. Hóllinn er mjög áberandi þegar keyrt er austur þjóðveg 1. Kletturinn samt sem áður sést ekki fyrr en komið er fram hjá hólnum svo að menn verða að hafa augun opin

    #47951
    Jón Haukur
    Participant

    Annað kennileyti sem hægt að miða við er Hvammsmúli, en þess má geta að jarð og landfræðinemar hafa um nokkura áratuga skeiða skoðað þetta grjót undir nafninu Ankaramítið úr Hvammsmúla. Annars þurfa menn eiginlega að vera staurblindir til að sjá þetta ekki frá veginum.

    jh

    #47952
    Siggi Tommi
    Participant

    Hafði hugsað mér Pöstin sem möguleika fyrir dagsferð í klifur því það er einum of langt á Hnappavelli fyrir einn dag…
    Vitið þið hvar ég get nálgast tópó af Pöstinni? Ársrit Ísalp eða einhvers staðar annars staðar?…

    #47953
    2806763069
    Member

    Það finnst engin leiðarvisir af Pöstunum þar sem eftir þvi sem eg best veit hefur engin verið gerður. Allar boltuðu leiðirnar eru 5.10 eitthvað (veit ekki alveg hvar einhver fann 5.8, kannski eru menn bara svona helv. sterkir eftir vetur i klifurhusinu). Leiðin lengst til hægri (austurs) heitr Langiseli og hana er hægt að klifra a auðveldari hatt, kannski er það 5.8, með þvi að byrja vinstramegin við boltalinuna og klippa þa með þvi að teygja sig.
    Leiðina i miðjunni verður að tryggja með vinum i mjög goða sprungu fyrstu metrana.

    Allar þrjar leiðirnar sem eru boltaðar eru tær snild auk þess sem svæðið er frabært þegar norðanatt rikir og hnjukaþeyrinn hitar upp sveitina og solinn skin.

    Auk boltuðu leiðanna eru nokkrar dotaleiðir sem eg kann litil skil a. Man þo að ein er 5.10 og hefur ekki verið klifruð i mörg ar þar sem hun er frekar tortryggð, amk seð að neðan.

    Held að allt i allt hafi um 10 leiðir verið klifraðar a svæðinu.
    Svo er ekki langt i Sarabot Satans og Ingimund ef menn fa ekki nog i Pöstunum.

    Annars hefur það nu viljað loða við sportklifrara þessa lands að hafa litið skyn fyrir fjarlægðum og telja kannski helst Egilstaði of langt fyrir einn dag.

    Goða skemmtun
    Ivar

Viewing 6 posts - 1 through 6 (of 6 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.